Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Söðulsholt
Bóndinn 21. júní 2018

Söðulsholt

Í Söðulsholti býr Einar Ólafsson hrossaræktandi og rekur þar ferðaþjónustu og tamningastöð. 
 
Býli:  Söðulsholt.
 
Staðsett í sveit:  Eyja- og Mikla­holtshreppi á Snæfellsnesi.
 
Ábúandi: Einar Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Einar Ólafsson. 
 
Stærð jarðar?  1.108 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossarækt, ferðaþjónusta og tamningastöð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 hross (þarf að fara telja).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur er frá 08.00–18.00 og er sambland af tamningum, þjálfun, vélavinnu og hestaleigu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru hestamennskan og að ríða út. Leiðilegustu eru sennilega þrif og að moka skít.
 
Hvernig sérðu búskapinn fyrir þér á jörðinni eftir fimm ár? Svipað og undanfarið.
 
Hvaða skoðun hefur þú á félagsmálum bænda? Enga skoðun.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Hrossarækt verður áfram með svipuðu sniði.
 
Hvar telurðu að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Skyr, lambakjöt og lífdýr.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, beikon og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Mýrabruninn var sem mestur 2006 og ég kveikti óvart í allt of mikilli sinu hér heima við. Fékk tiltal frá slökkviliðsstjóranum fyrir vikið.

4 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...