Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Smáréttir í kokteilveisluna
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 31. maí 2019

Smáréttir í kokteilveisluna

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Loks þegar fermingartímabilinu er lokið byrja útskriftir, afmæli og jafnvel brúðkaup. 
 
Hér eru hugmyndir að smáréttum sem auðvelt er að útfæra og gera jafnvel með hjálp frá vinum og ættingjum. Þetta eru litlir skyndibitar, sem eru vinsælir hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Sígildir réttir eins og canape-snittur, kjöt-, ávaxta- og grænmetisspjót og fleiri gómsætir munnbitar.
 
Smurbrauðssnittur eru sígildar með árstíðabundnu áleggi. Látið hugmyndaflugið ráða för; með rækjum og majónesi, nauti og remúlaði. 
 
Dæmi um samsetningar fyrir gómsæta smárétti gætu verið:
Parmaskinka með melónu, rækju-crostini og lax í vefju.
 
Fyrir 40-50 gesti þarf:
  • Kokteilsnittur (Canapé) – 100 stk
  • Litlar vefjur með laxi– 600 stk
  • Smáborgarar – 50 stk
  • Litlar hakkbollur – 50 stk
  • Kjúklingaspjót – 500 stk
  • Djúpsteiktar risarækjur – 70 stk
  • Ávaxtapinnar – 40 stk
  • Rækjukokteill – 50 stk
  • Beikonvafðar döðlur – 80 stk
  • Sætir smábitar makkarónur – 50 stk
  • Hrákökubitar eða brúnkökur – 50 stk
  • Meðaltal af smáréttum á gest = 10-13 bitar
Einnig er valkostur að hafa sér matarþemupartí eins og Mexíkóveislu og allir gera sjálfir mjúkt taco með fyllingum:
 
Mexican Fiesta 
Gott að hafa á hlaðborði:
  • Salsa
  • Guacamole, marið avókadó
  • Súrsað hrátt sneitt rauðkál (olía, salt og sítrónusafi)
  • Heitt tortillas, hita tilbúnar 
  • pönnukökur á pönnu og setja í álpappír
  • Maís tortillaflögur og vefjur
  • Grillað avókadó (eða maís)
  • Sýrður rjómi
  • Saxaður  laukur 
  • Kóríander / salat (heil salatblöð má nota sem vefjur)
  • Lime skorið í báta
Kjöt eða dýraprótein eftir smekk, til dæmis:
  • Lime marineraður  kjúklingur
  • Kjúklingur Fajitas
  • Mexíkóskur kryddaður heill  
  • kjúklingur, rifinn niður ( hægt að 
  • kaupa tilbúinn)
  • Nauta-fajitas eða smáborgarabuff
  • Mexíkó kryddað rifið nautakjöt
  • Fiskur að eigin vali í tacos kryddlegi
Meðlæti sem gott er að gera eða kaupa 
  • Pico de Gallo (ferskt salsa)
  • Queso Dip (tilbúin ostasósa)
  • Maíssalat, saxað grænmeti með maís í dós 
  • Avókadósalat eða heilt
  • Rifinn ostur
  • Sósur, sýrður rjómi, salsa í krukku
  • Jalapeno pipar fyrir þá sem vilja heitan mat
  • Veldu eitt eða tvö dýraprótein, steikið og framreiðið þannig að allir geta fengið sér sjálfir á disk eða í mexíkóska pönnuköku.
  • Fiski-tacos er líka sniðugt vegna þess að það er mjög fljótlegt að elda fisk.
  • Avókadó - þarf helst að vera 
  • (guacamole) eða skorið í sneiðar, salsa og  kóríander.
  • Það á alltaf hafa sýrðan rjóma og rifinn osti!
Þá er komin skemmtileg stemning og allir bjarga sér sjálfir til að minnka óþarfa stress.
Þá má einnig hafa pitsur í svona veislum, með öðruvísi áleggi og jafnvel steikja pitsudeigið í olíu.
 
 
Djúpsteikt pitsa með andalærum
  • 1  tilbúið  pitsadeig
  • 4 stk  tilbúin anda-confit, hægt að kaupa eldað (frosið eða í dós)
  • 1 1/2 bollar klettasalat
  • 1/4 bolli rifinn parmesanostur
  • salt og ferskur malaður pipar
  • Truffluolía (jarðsveppaolía, valfrjálst)
Hita olíuna upp í 180 gráður. Djúpsteikið í olíu í steypujárnspotti eða öðrum þungum potti. Olían þarf að vera fjögurra sentimetra djúp. Einnig má raða öndinni á venjulegan pitsubotn sem er svo bakaður á heitum pitsusteini, grilli eða í heitum ofni í átta til tíu mínútur, á hæsta hita með grillið á fullu.
 
Toppaðu pitsuna með áleggi að eigin vali ásamt rifnum andalærum klettasalati og parmesan.  Smakkaðu með salti og pipar.  Og í lokin með jarðsveppaolíu, ef hún er til.
MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...