Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Slys orsakast af óþarfa sýndarmennsku
Á faglegum nótum 17. september 2014

Slys orsakast af óþarfa sýndarmennsku

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Eins og svo margir Íslendingar sem eiga tengingu við sveit brá ég mér í smalamennsku og réttir um síðustu helgi í Húnavatnssýslu. Mitt fyrsta verk var að keyra bíl bónda með hestakerru aftan í niður af fjalli eftir að hann og dóttir hans höfðu farið snemma dags í lokadag smalamennsku. Þegar horft var á eftir þeim u.þ.b. 20 smölum á hestum sem nánast undantekningarlaust voru allir með hjálma og í áberandi vestum er ekkert annað hægt en að hæla þeim fyrir hjálma og vestisnotkun.

Réttir geta verið smáfólki hættulegar

Eitt sló mig verulega í réttunum, en það var hversu ungir krakkar voru í réttinni þar sem verið var að draga í sundur féð. Þetta voru ekki bara nokkur börn, heldur fjölmörg, skipti tugum. Fyrir mér var það ekkert annað en heppni að ekkert af þessu smáfólki slasaðist hvorugan réttardaginn, en mikið skelfilega munaði oft litlu að illa færi. Sem betur fór þá slapp þetta til, en mér fannst alltof mikið af smáfólki í réttinni og spurning hvort ekki mætti vera með eitthvert afþreyingarsvæði fyrir smæsta fólkið fjarri skepnunum.

Sýniþörf sem ekki á að eiga sér stað, hvergi og aldrei

Eitt annað sló mig verulega, en það var ungur strákur á fjórhjóli sem virtist þurfa að sýna sig og fjórhjólið sitt. Vissulega var fjórhjólið flott, en aðferðin var honum til skammar, hjálmlaus með tvo hjálmlausa farþega og annan þeirra sitjandi framan á bögglaberanum á fjórhjólinu. Hvar og hvernig þessi aðili hefur haldið að þetta væri eitthvað flott þá er það mesti misskilningur. Það var ekki bara ég sem tók eftir þessu því að fleiri en einn nefndu þessa sjón við mig, hugsanlega vegna þess að ég er að reyna að benda á hvar við getum bætt okkur í öryggismálum.
 

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.