Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Merlo multifarmer.
Merlo multifarmer.
Mynd / HJL
Á faglegum nótum 10. mars 2016

Skotbómulyftari og dráttarvél í einu og sama tækinu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Þegar fyrsti skuttogarinn kom til landsins til að taka við af gömlu síðutogurunum höfðu menn ekki trú á að svona há skip á sjónum gæti nokkurn tímann veitt fisk og héldist ofansjávar við strendur Íslands, en raunin var önnur. Merlo-dráttarvélin er svipuð nýjung og þegar fyrsti skuttogarinn kom til landsins.
 
Vélin hefur ekki útlit venjulegra traktora og að sjá ekki traktorsleg, en að mínu mati er hér framtíðar traktorinn. Kunningi minn, Keran Stueland Ólason í Breiðavík, er að fá Merlo-traktor frá Íslyft. Ég fékk leyfi hjá Keran til að prófa gripinn áður en hann yrði sendur vestur í Breiðavík.
 
Ótrúlega hljóðlát inni í stýrishúsinu
 
Ég ákvað að prófa vélina til snjómoksturs heima hjá mér og finna hvernig hún væri í akstri. Frá Íslyft í Vesturvörinni í Kópavogi og í Bústaðahverfið þar sem ég á heima þarf að fara Kringlumýrarbrautina. Á móts við Fossvogsnesti sýndi hraðamælirinn 41 km á klukkustund og þegar ég var komin efst í brekkuna upp við Bústaðaveg var hraðinn orðin 27, en oft hef ég keyrt þessa leið á ýmsum traktorsgröfum og er hraðinn á þeim öllum mun minni (lægst sem ég man er 16 km efst í brekkunni). Á þessari leið með gjöfina í botni fannst mér hávaðinn inni í vélinni vera lítill svo að ég tók upp símann og mældi hávaðann sem reyndist ekki vera nema 62 desibel (db.) (hef séð hæst 64 db. í venjulegum fjölskyldubílum á 90 km hraða).
 
Tók svolítinn tíma að venjast stórri vélinni
 
Fjórhjólastýri er á vélinni, en stillingar til að stýra eru þrjár (öll fjögur, til hliðar og stýri á einum öxli). Ég kaus að nota sem mest fjórhjólastýrið (en prófaði aðeins hina tvo valmöguleikana).
 
Það tók mig svolítinn tíma að venjast að keyra á fullri ferð með fjórhjólastýringuna á, en í akstri tók það mig smá tíma að venjast því að um leið og slegið er af hemlar vélin sig strax niður (rennur ekkert). 
Að vinna með moksturstækjunum og að finna hreyfingarnar í vélinni á þröngu bílastæði kom á óvart. Vélin er vissulega fullstór á svona litlu plani, en til að moka nákvæmt gafst mér það vel að setja niður skófluna og skjóta út gálganum. Með þessari aðferð gat ég mokað mjög nákvæmt. Planið byrjar á jafnsléttu og hallar svo og þá kom sér vel að geta hallað húsinu og skóflunni. Fyrir vikið náði ég að moka alls staðar niður í malbik.
 
Mikið af upplýsingum úr tölvu vélarinnar
 
Það sem ég var hrifnastur af var tölvan í vélinni, en hún getur gefið manni upplýsingar bæði frá þrítenginu að aftan og það sem gert er með framskóflunni. Sem dæmi að þá er hægt að láta tölvuna vigta hverja skóflu sem mokuð er og leggja saman heildarmagnið (eftir þrjár skóflur af snjó var samanlögð vigt þeirra hjá mér 1160 kg). Þetta ætti að koma sér vel ef verið er að selja efni, moka í steypuvél og fl. Eini ókosturinn sem ég sá við vélina var að spegillinn hægra megin varð hálfur drulluskítugur af dekkjunum sem jusu upp á spegilinn í akstri, allt annað fannst mér nýjung og spennandi við þessa nýtísku dráttarvél. 
 
Merlo Multifarmer
 
Vélin er frá DEUTZ og skilar 156 hestöflum. Hámarkshraði er 40 km. Stýrishús er fjaðrandi (á loftpúðum). Vélin er m.a. með útvarpi, 2 vinnuljósum á bómu, 4 vinnuljósum á húsi, blikkljósi á húsi, slökkvitæki (þetta er fyrsta dráttarvélin sem ég veit um að er með slökkvitæki), innstungu fyrir ljósabúnað og fl. Aftan á vélinni er aflúrtak sem skilar um 135 hestöflum, samkvæmt bæklingi hefur þrítengið lyftigetu upp á 7 tonn. Lyftuhæð skóflu er 7 metrar og er uppgefin lyftugeta framskóflu 4000 kg.  Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni 
www.islyft.is.
Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...