Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skordýr og þari sem fóðurbætir
Fréttir 28. febrúar 2018

Skordýr og þari sem fóðurbætir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðasjóði villtra dýra, WWF, verður að finna nýjan valkost við fóðrun búfjár til að draga úr skógareyðingu og eyðingu náttúrulegra svæða í heiminum.

Meðal hugmynda sem hafa komið fram er að fóðra skuli jórturdýr, sérstaklega nautgripi, á þara og skordýrum. Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnunni Extinction and Livestock, sem haldin var í október á síðasta ári, mælir ekkert gegn því að ala búfé að hluta til á skordýrum og þara.

Ræktun á fóðri, soja og  maís og framleiðsla á fiskimjöli til framleiðslu á fóðri er gríðarlega landfrek og krefst mikils fiskjar.

Samkvæmt rökum WWF er mun ódýrara að fóðra búfé á skordýrum og þara en því fóðri sem notað er í dag og auk þess einnig mun umhverfisvænna. Tilraunir við notkun á þessu nýja fóðri er þegar hafin og er sögð lofa góðu. Sem ætti ekki að vera neitt nýtt fyrir íslenska sauðfjárbændur sem hafa lagt stund á fjörubeit fjár allt frá landnámi.
      

Skylt efni: fóður | Búfé | Skordýr | þari

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...