Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skordýr og þari sem fóðurbætir
Fréttir 28. febrúar 2018

Skordýr og þari sem fóðurbætir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðasjóði villtra dýra, WWF, verður að finna nýjan valkost við fóðrun búfjár til að draga úr skógareyðingu og eyðingu náttúrulegra svæða í heiminum.

Meðal hugmynda sem hafa komið fram er að fóðra skuli jórturdýr, sérstaklega nautgripi, á þara og skordýrum. Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnunni Extinction and Livestock, sem haldin var í október á síðasta ári, mælir ekkert gegn því að ala búfé að hluta til á skordýrum og þara.

Ræktun á fóðri, soja og  maís og framleiðsla á fiskimjöli til framleiðslu á fóðri er gríðarlega landfrek og krefst mikils fiskjar.

Samkvæmt rökum WWF er mun ódýrara að fóðra búfé á skordýrum og þara en því fóðri sem notað er í dag og auk þess einnig mun umhverfisvænna. Tilraunir við notkun á þessu nýja fóðri er þegar hafin og er sögð lofa góðu. Sem ætti ekki að vera neitt nýtt fyrir íslenska sauðfjárbændur sem hafa lagt stund á fjörubeit fjár allt frá landnámi.
      

Skylt efni: fóður | Búfé | Skordýr | þari

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...