Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Pinnabrauð bakað yfir langeldi.
Pinnabrauð bakað yfir langeldi.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 23. júlí 2015

Skógardagur Norðurlands tókst vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógardagur Norðurlands var haldinn í Vaglaskógi nýverið í þokkalegu veðri, norðaustangolu og lítils háttar rigningu af og til. 
 
Ætla má að í það minnsta 300 manns hafi sótt viðburðinn. Í boði var gönguferð um trjásafnið, leiðsögn um fræhúsið, ratleikur, útileikir og leiktæki fyrir börnin, lifandi tónlist, grisjunarvél var kynnt og sýnd að störfum, ketilkaffi, lummur, pinnabrauð og fleiri veitingar. Einnig kynntu Sólskógar og Jötunn vélar starfsemi sína og vörur. Allir fóru glaðir og ánægðir heim eftir ánægjulegan dag segir í frétt á vef Skógræktar ríkisins.
 
Aðstandendur Skógardags Norðurlands voru Skógrækt ríkisins, Norðurlandsskógar, Skógræktarfélög Eyfirðinga og Suður-Þingeyinga, Skógfræðingafélag Íslands, Sólskógar og Jötunn vélar. 

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...