Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skógardagur Norðurlands
Líf og starf 17. júlí 2014

Skógardagur Norðurlands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrsti Skógardagur Norðurlands svar haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri nýlega. Að deginum stóðu Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Skógfræðingafélag Íslands og gróðrarstöðin Sólskógar.

Boðið var upp á leiksýningu, gestir gátu fylgst með skógarhöggi og þá var sýning sem nefnist Frá fræi til fullunninnar vöru þar sem sýnd voru fræ nokkurra trjátegunda og trjáplöntur tilbúnar til gróðursetningar ásamt ýmsum öðrum plöntum.

Skógarvélasýning var einnig á dagskrá, en m.a. var sýnt hvernig timburvagn Skógræktarfélags Eyfirðinga er notaður til að flytja trjáboli úr skógi, eldiviðarvél sem bútar og klýfur eldiviðarefni, flettisög og stauravél.
Teflt var í skóginum og einnig var þar ratleikur.

Ketilkaffi var hitað yfir eldi, steiktar lummur og poppað í forláta pönnu en einnig var hægt að vefja gerdeigi um grein og baka yfir eldi og féll það vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni.

Stefnt er að því að halda þennan viðburð aftur að ári. 

5 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...