Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógardagur Norðurlands
Líf og starf 17. júlí 2014

Skógardagur Norðurlands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrsti Skógardagur Norðurlands svar haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri nýlega. Að deginum stóðu Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Skógfræðingafélag Íslands og gróðrarstöðin Sólskógar.

Boðið var upp á leiksýningu, gestir gátu fylgst með skógarhöggi og þá var sýning sem nefnist Frá fræi til fullunninnar vöru þar sem sýnd voru fræ nokkurra trjátegunda og trjáplöntur tilbúnar til gróðursetningar ásamt ýmsum öðrum plöntum.

Skógarvélasýning var einnig á dagskrá, en m.a. var sýnt hvernig timburvagn Skógræktarfélags Eyfirðinga er notaður til að flytja trjáboli úr skógi, eldiviðarvél sem bútar og klýfur eldiviðarefni, flettisög og stauravél.
Teflt var í skóginum og einnig var þar ratleikur.

Ketilkaffi var hitað yfir eldi, steiktar lummur og poppað í forláta pönnu en einnig var hægt að vefja gerdeigi um grein og baka yfir eldi og féll það vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni.

Stefnt er að því að halda þennan viðburð aftur að ári. 

5 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...