Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skiphylur
Bóndinn 5. október 2017

Skiphylur

Í janúar 2009 tóku Sigfús og Kristjana við búi af foreldrum Kristjönu, þeim Guðmundi Þorgilssyni og Lilju Jóhannsdóttur. 
 
Þau hófu fljótlega að stækka fjósið úr 26 básum í 50 bása, settu upp mjaltarbás ásamt því að stækka geldneytisaðstöðuna. Einnig hefur kindunum fjölgað eitthvað. 
 
Sama ættin hefur verið á Skiphyl síðan 1883.
 
Býli:  Skiphylur.
 
Staðsett í sveit:  Á Mýrum í Borgarbyggð.
 
Ábúendur: Sigfús Helgi Guðjónsson og Kristjana Guðmundsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigfús Helgi og Kristjana. Sigfús á svo Guðríði Hlíf, 24 ára, sem er í sambúð með Sölva Gylfasyni, og Ísak 20 ára, sem er í sambúð með Helgu Guðrúnu Jómundsdóttur. 
Smalahundurinn Vala og verðandi smalahundur Eik. Kötturinn Gulli.
 
Stærð jarðar?  Um 900 ha. Af því eru ræktaðir um 60 ha.
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 42 mjólkurkýr og 70 geldneyti, 170 sauðfé, 6 hross, 14 hænur og 3 svín.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunfjósi um kl. 7.30, morgungjöf í fjárhúsunum strax á eftir. Kvöldgjöf í fjárhúsunum og svo farið í kvöldfjós kl. 18.00. Fjósið búið um kl. 19.30. Önnur verk eru misjöfn eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Kristjönu finnst sauðburðurinn og að sjá lömbin koma heim af fjalli skemmtilegust en það leiðinlegasta vera rigningatíð í heyskap.
 
Sigfúsi finnst skemmtilegast að vera í jarðrækt og sjá lömbin koma heim af fjalli. Leiðinlegast eru bilaðar vélar í heyskap.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti og í dag. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Í ágætis horfum en alltaf má brýna klærnar.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, með áfamhaldandi sveiflum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Tækifærin eru óendanleg með viljann af vopni, en þá er að hitta á þau.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, kokteilsósa og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Wellington-nautasteik með bearnaisessósu, bökuðum kartöflum og hvítlaukssteiktum sveppum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við stækkuðum fjósið og tókum mjaltarbásinn í notkun seint árið 2010.

6 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...