Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skiphylur
Bærinn okkar 5. október 2017

Skiphylur

Í janúar 2009 tóku Sigfús og Kristjana við búi af foreldrum Kristjönu, þeim Guðmundi Þorgilssyni og Lilju Jóhannsdóttur. 
 
Þau hófu fljótlega að stækka fjósið úr 26 básum í 50 bása, settu upp mjaltarbás ásamt því að stækka geldneytisaðstöðuna. Einnig hefur kindunum fjölgað eitthvað. 
 
Sama ættin hefur verið á Skiphyl síðan 1883.
 
Býli:  Skiphylur.
 
Staðsett í sveit:  Á Mýrum í Borgarbyggð.
 
Ábúendur: Sigfús Helgi Guðjónsson og Kristjana Guðmundsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigfús Helgi og Kristjana. Sigfús á svo Guðríði Hlíf, 24 ára, sem er í sambúð með Sölva Gylfasyni, og Ísak 20 ára, sem er í sambúð með Helgu Guðrúnu Jómundsdóttur. 
Smalahundurinn Vala og verðandi smalahundur Eik. Kötturinn Gulli.
 
Stærð jarðar?  Um 900 ha. Af því eru ræktaðir um 60 ha.
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 42 mjólkurkýr og 70 geldneyti, 170 sauðfé, 6 hross, 14 hænur og 3 svín.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunfjósi um kl. 7.30, morgungjöf í fjárhúsunum strax á eftir. Kvöldgjöf í fjárhúsunum og svo farið í kvöldfjós kl. 18.00. Fjósið búið um kl. 19.30. Önnur verk eru misjöfn eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Kristjönu finnst sauðburðurinn og að sjá lömbin koma heim af fjalli skemmtilegust en það leiðinlegasta vera rigningatíð í heyskap.
 
Sigfúsi finnst skemmtilegast að vera í jarðrækt og sjá lömbin koma heim af fjalli. Leiðinlegast eru bilaðar vélar í heyskap.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti og í dag. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Í ágætis horfum en alltaf má brýna klærnar.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, með áfamhaldandi sveiflum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Tækifærin eru óendanleg með viljann af vopni, en þá er að hitta á þau.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, kokteilsósa og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Wellington-nautasteik með bearnaisessósu, bökuðum kartöflum og hvítlaukssteiktum sveppum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við stækkuðum fjósið og tókum mjaltarbásinn í notkun seint árið 2010.

6 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...