Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skiphylur
Bóndinn 5. október 2017

Skiphylur

Í janúar 2009 tóku Sigfús og Kristjana við búi af foreldrum Kristjönu, þeim Guðmundi Þorgilssyni og Lilju Jóhannsdóttur. 
 
Þau hófu fljótlega að stækka fjósið úr 26 básum í 50 bása, settu upp mjaltarbás ásamt því að stækka geldneytisaðstöðuna. Einnig hefur kindunum fjölgað eitthvað. 
 
Sama ættin hefur verið á Skiphyl síðan 1883.
 
Býli:  Skiphylur.
 
Staðsett í sveit:  Á Mýrum í Borgarbyggð.
 
Ábúendur: Sigfús Helgi Guðjónsson og Kristjana Guðmundsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigfús Helgi og Kristjana. Sigfús á svo Guðríði Hlíf, 24 ára, sem er í sambúð með Sölva Gylfasyni, og Ísak 20 ára, sem er í sambúð með Helgu Guðrúnu Jómundsdóttur. 
Smalahundurinn Vala og verðandi smalahundur Eik. Kötturinn Gulli.
 
Stærð jarðar?  Um 900 ha. Af því eru ræktaðir um 60 ha.
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 42 mjólkurkýr og 70 geldneyti, 170 sauðfé, 6 hross, 14 hænur og 3 svín.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunfjósi um kl. 7.30, morgungjöf í fjárhúsunum strax á eftir. Kvöldgjöf í fjárhúsunum og svo farið í kvöldfjós kl. 18.00. Fjósið búið um kl. 19.30. Önnur verk eru misjöfn eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Kristjönu finnst sauðburðurinn og að sjá lömbin koma heim af fjalli skemmtilegust en það leiðinlegasta vera rigningatíð í heyskap.
 
Sigfúsi finnst skemmtilegast að vera í jarðrækt og sjá lömbin koma heim af fjalli. Leiðinlegast eru bilaðar vélar í heyskap.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti og í dag. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Í ágætis horfum en alltaf má brýna klærnar.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, með áfamhaldandi sveiflum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Tækifærin eru óendanleg með viljann af vopni, en þá er að hitta á þau.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, kokteilsósa og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Wellington-nautasteik með bearnaisessósu, bökuðum kartöflum og hvítlaukssteiktum sveppum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við stækkuðum fjósið og tókum mjaltarbásinn í notkun seint árið 2010.

6 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...