Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skipað í samninganefndir vegna endurskoðun á samningi um nautgriparæktina
Mynd / smh
Fréttir 15. apríl 2019

Skipað í samninganefndir vegna endurskoðun á samningi um nautgriparæktina

Höfundur: smh

Skipað hefur verið í samninganefndir vegna endurskoðunar á búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar; í samninganefnd ríkisins sitja fjórir fulltrúar og í samninganefnd bænda átta fulltrúar.

Fer endurskoðunin fram í ár vegna ákvæða í búvörusamningunum sem gerður var árið 2016 og gildir til 10 ára. Þar er mælt fyrir um að tvisvar á samningstímanum, 2019 og 2023, verði samningarnir teknir til endurskoðunar. Þar verði litið til þess hvort markmið samninganna hafi náðst og hvort ástæða sé til að gera á þeim breytingar.

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði sínum tillögum vegna nautgriparæktar til ráðherra landbúnaðarmála í mars.

Samninganefnd ríkisins skipa eftirtalin:

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður
  • Bryndís Eiríksdóttir
  • Elísabet Anna Jónsdóttir
  • Viðar Helgason frá FJR.

Samninganefnd bænda skipa eftirtalin:

  • Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ
  • Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður BÍ
  • Gunnar Kr. Eiríksson, stjórnarmaður í BÍ
  • Guðrún Lárusdóttir, stjórnarmaður í BÍ
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
  • Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda
  • Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda
  • Ingvi Stefánsson, formaður félags svínabænda.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...