Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skipað í samninganefndir vegna endurskoðun á samningi um nautgriparæktina
Mynd / smh
Fréttir 15. apríl 2019

Skipað í samninganefndir vegna endurskoðun á samningi um nautgriparæktina

Höfundur: smh

Skipað hefur verið í samninganefndir vegna endurskoðunar á búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar; í samninganefnd ríkisins sitja fjórir fulltrúar og í samninganefnd bænda átta fulltrúar.

Fer endurskoðunin fram í ár vegna ákvæða í búvörusamningunum sem gerður var árið 2016 og gildir til 10 ára. Þar er mælt fyrir um að tvisvar á samningstímanum, 2019 og 2023, verði samningarnir teknir til endurskoðunar. Þar verði litið til þess hvort markmið samninganna hafi náðst og hvort ástæða sé til að gera á þeim breytingar.

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði sínum tillögum vegna nautgriparæktar til ráðherra landbúnaðarmála í mars.

Samninganefnd ríkisins skipa eftirtalin:

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður
  • Bryndís Eiríksdóttir
  • Elísabet Anna Jónsdóttir
  • Viðar Helgason frá FJR.

Samninganefnd bænda skipa eftirtalin:

  • Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ
  • Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður BÍ
  • Gunnar Kr. Eiríksson, stjórnarmaður í BÍ
  • Guðrún Lárusdóttir, stjórnarmaður í BÍ
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
  • Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda
  • Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda
  • Ingvi Stefánsson, formaður félags svínabænda.
Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...