Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Garðar Tranberg hjá Bakarameistaranum á heiðurinn af köku ársins 2020.
Garðar Tranberg hjá Bakarameistaranum á heiðurinn af köku ársins 2020.
Mynd / Landssamband bakarameistara
Fréttir 21. október 2021

Skilyrði sett um að notaður verði innfluttur gervirjómi í kökuna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hin árlega keppni um köku ársins 2022 fer fram dagana 21. og 22 október í bakaradeild Hótel- og veitingaskólans í Kópavogi. Keppnin er haldin á vegum Landssambands bakarameistara (LABAK). Bændablaðið fékk ábendingu um að í ár sé gert að skilyrði að nota Créme Brulée gervirjóma frá Debic í Belgíu í kökuna. Þetta hráefni geta keppendur fengið afgreitt í gegnum Innkaupasamband bakarameistara (Innbak) en það er flutt inn af Ekrunni.

Bakarameistari hjá einu virtasta bakaríi landsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, undrast mjög þau skilyrði sem LABAK setur fyrir þátttöku í keppninni að þessu sinni. Sjálfur segist hann ekki vilja nota annað en íslenskan rjóma og er því ekki gjaldgengur í keppnina að þessu sinni.

„Ég er afar sorgmæddur yfir að bakarar standi ekki við bakið á íslenskum bændum í vali á hráefni.“

Á skjön við baráttu Samtaka iðnaðarins

Bakarameistarinn, sem hefur reyndar nokkrum sinnum borið sigur úr býtum í þessari keppni, bendir á að þetta sé sérlega merkilegt fyrir þær sakir að Landssamband bakarameistara, sem er sameiginlegur vettvangur 16 bakaría á landinu, er aðili að Samtökum iðnaðarins (SI). Þau samtök hafa árum saman lagt  gríðarlega fjármuni í að hvetja fólk til að kaupa íslenskar vörur. Því sé vægast sagt einkennilegt að LABAK velji síðan sem skilyrði fyrir þátttöku í keppninni að notaður sé innfluttur gervirjómi. Þá bendir bakarinn einnig á að Mjólkursamsalan, sem er m.a. í eigu íslenskra bænda, er líka aðili að SI og þarna sé samstarfsaðili MS í SI beinlínis að gera kröfu sem beint er gegn hagsmunum íslenskra bænda.

Umrætt Créme Brulée er samkvæmt upplýsingum af vef Ekrunnar samsett af eftirfarandi efnum: Súrmjólk, rjómi (28%), sykur, eggjarauða, umbreytt maíssterkja, bindiefni (E461, E331, E407), náttúrulegt vanillu Bourbon extrakt, náttúruleg bragðefni, ýruefni (E471), litarefni (E160a), vanillufræ.

Fulltrúi SI skrifaði undir keppnisreglur

Gunnar Sigurðarson er framkvæmdastjóri Landssambands bakarameistara og jafnframt viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins. Hann skrifaði einnig undir keppnisreglur Landssambands bakarameistara sem sendar voru út til bakarameistara í september vegna köku ársins 2022.

Samtök iðnaðarins hafa ítrekaðar verið með herferðir árum saman fyrir því að íslenskir neytendur velji íslenskar vörur í sínum innkaupum. Nú síðast – „Íslenskt – Láttu það ganga. Bændasamtök íslands hafa einnig stutt þessa herferð. Gunnar var því spurður hvernig Landssamband bakarameistara rökstyddi skilyrði fyrir notkun á innfluttu Créme Brulée frá Debic. Ekki síst þegar nægur úrvals náttúrulegur rjómi er á boðstólum, m.a. frá MS sem einnig er aðildarfélag Samtaka iðnaðarins.

Í svari sínu sagðist Gunnar ekki hafa heimild til að svara fyrir ákvarðanir sem tengjast Landssambandi bakarameistara, en sagði svo:

„Ég get þó staðfest að stuðningsaðili keppninnar í ár er Innbak og að skilyrði fyrir þátttöku er að kakan innihaldi Créme Brulée frá Debic. Sú vara er að vísu ekki framleidd af íslenskum aðila, því miður, en það kemur svo sannarlega ekki í veg fyrir að keppendur munu/þurfa að nota öll þau innihaldsefni sem þeir vilja setja í kökuna, rjóma, smjör, egg eða annað.“

„Erum við ansi háð innfluttum vörum“

Varðandi hvatningu um að velja íslenskt, sagðist Gunnar geta tekið undir að það sé áróður að hvetja til kaupa á íslenskum vörum.

„Þá er alltaf áhersla að velja íslenska framleiðslu, íslenskt handverk. Því miður er það svo að í mörgum tilfellum þá erum við ansi háð innfluttum vörum, fóðri og öðru sem við notum í matvælaframleiðslu hér á landi. Í kökur til að mynda sykur, hveiti, vanilla, súkkulaði og flest annað sem gerir góða köku. Til samanburðar þá var það skilyrði að kaka ársins 2019 væri með appelsínutröffle frá Odense, held að flestir taki undir með að þar var íslensk framleiðsla á ferð. En misjafnt svo sem hvernig horft er á.  Ég er því fullviss um að þarna er gæða íslensk framleiðsla sem úr verður og verður gaman að færa ykkur í Bændahöllinni,“ sagði Gunnar að lokum.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...