Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skemmtilegur 440 hestafla vinnuþjarkur
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 12. febrúar 2016

Skemmtilegur 440 hestafla vinnuþjarkur

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir stuttu gafst mér kostur á að reynsluaka nýjum Ford F-350 hjá Brimborg. 
 
Bíllinn er sjálfskiptur með V8 dísilvél sem skilar 440 hestöflum og tog upp á 1166 Newtonmetra (Nm). Grunnverð á Ford F 350 er 11.590.000. 
 
Ríkulega útbúinn bíll með skemmtilegum aukabúnaði
 
Bíllinn sem ég prófaði var með aukabúnaði sem ég mæli með, sóllúgu, aukarofum fyrir úrtak, tvöföldum rafal (altenator), hita í aftursæti, heithúðuðum palli og rafmagnslæsingu í afturdrif. Svona útbúinn kostar bíllinn 12.270.000. Til að geta ekið bílnum í vetrarfærð þarf nauðsynlega að bæta við góðum vetrardekkjum, en dekkin sem bíllinn kemur á eru ekki þau hentugustu til vetraraksturs sérstaklega þegar þarf að stoppa.
 
 Á hálum vegi kemur spólvörnin bílnum ótrúlega vel áfram og er maður snöggur að ná umferðarhraða, en þegar kemur að því að vilja stoppa ákveðið er skriðþunginn það mikill að þessi dekk eru ekki með nægilegt grip til að það sé öruggt og ásættanlegt þrátt fyrir að dekkin séu merkt M+S, dekk sem eigi að vera fyrir möl og snjó.  
 
Mikið lagt upp úr þægindum
 
Að sitja í bílnum er mjög þægilegt og ekki skemmir fyrir hiti í öllum sætum (tekur svolítið langan tíma að hitna), en einnig er kælibúnaður í framsætum (sem ég reyndi ekki þar sem kuldinn var nokkur þegar prufuaksturinn fór fram). Eflaust kemur kæling sér vel á heitustu dögum sumars þar sem að í svona leðursætum vill maður oft svitna á bakinu í langkeyrslu á heitum dögum. Í stýrinu er hitari og þegar maður kveikir á stýrishitaranum finnur maður hitann nánast strax í hendurnar (fannst þetta afar þægilegt á meðan ég ók bílnum). Í fremri hluta stýrishússins eru a.m.k. 3 12 volta tengi fyrir rafmagn og eitt aftur í, USB-tengi er við útvarp og fleira.
 
Lítil eyðsla miðað við stærð vélar og aksturslag
 
Ég prófaði bílinn í og við allar þær aðstæður sem mér datt í hug, bæði í háu og lágu drifi, í snjó og á klaka. Alls ók ég bílnum um 120 km og eftir 100 km akstur með meðalhraða upp á um 40 km hraða á klst. sagði aksturstölvan í bílnum að ég hefði eytt 18,1 lítra af dísil. Miðað við að hafa ekið í þungum snjó, skoðað snerpu, upptak vélar og spólvarnarprófun finnst mér þessi eyðsla mín ótrúlega lítil. 
 
Hins vegar hafði ég ekki tök á að prófa bílinn með kerru í eftirdragi, en leyfileg dráttargeta bílsins er 3500 kg. (vitnað í reglugerð: „Hámark sem má draga á 50 mm. kúlu með bremsuvagn er 3500 kg vagn þar sem að 50 mm kúlur eiga ekki að þola meiri þunga sökum álags“). 
 
Þess ber að geta að ef settur væri svokallaður stóll á pallinn má þessi bíll draga vagn sem er vel yfir 10 tonn. Í prufuakstrinum ók ég á vigtina á Kjalarnesi og vigtaðist bíllinn 3700 kg sem segir að þeir sem tóku bílpróf eftir 1993 þurfa að taka meirapróf til að mega keyra þennan bíl.
 
Ford F 350 fær hæstu einkunn hjá mér
 
Til að bílar fái hæstu einkunn hjá mér þarf að vera varadekk í bílnum og ljósabúnaður þannig að maður geti ekki keyrt af stað nema að ljós séu lögleg að framan og aftan. Þessi bíll er með allt í lagi og miklu meira en það. Ég get ekki neitað því að mér þætti ekki leiðinlegt að eiga hann, en það eina sem mér fannst að bílnum voru dekkin (til vetraraksturs). Einnig fannst mér eins og að fótapláss sé aðeins minna í þessum nýja bíl miðað við eldri F350 bíla sem ég hef verið í. Bakkmyndavélin sýnir beint á kúluna sem auðveldar mikið að bakka að kerrutengi. Fyrir þá sem einhvern tímann hafa verið að hugsa um svona bíl þá er verðið á bílnum gott núna meðan gengi er svona hagstætt. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.ford.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 3.600 kg
Hæð 1.956 mm
Breidd 2.641mm
Lengd 6.268 mm
Verð á prufubíl 12.270.000
 

 

9 myndir:

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...