Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Björn á Varmalæk óumdeildur sigurvegari, reiðmennskan frábær og hesturinn allgóður eins og dómsformaður orðaði það. Við hlið hans er hins vegar Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili sem hlaut Dúddabeinið, sem Björn hampar þarna í sigurvímu ásamt liðsmönnu
Björn á Varmalæk óumdeildur sigurvegari, reiðmennskan frábær og hesturinn allgóður eins og dómsformaður orðaði það. Við hlið hans er hins vegar Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili sem hlaut Dúddabeinið, sem Björn hampar þarna í sigurvímu ásamt liðsmönnu
Mynd / Gunnar Rögnvaldsson
Líf og starf 1. mars 2016

Sjálfsprottin hátíð og undanfari þorrablóts í Seyluhreppi

Höfundur: Gunnar Rögnvaldsson / Hörður Kristjánsson
Hið árlega Mjúkísmót fór fram í blíðviðri laugardaginn 6. febrúar sem undanfari þorrablóts Seyluhrepps sem haldið var í Miðgarði þá um kvöldið. 
 
Mjúkísmótið er í grunninn liða- og bæjakeppni þeirra bæja sem land eiga að Holtstjörn neðan Langholts í Skagafirði. Upphafið má rekja meira en áratug til baka þegar nágrannar á Ytra- og Syðra-Skörðugili og Halldórsstöðum ákváðu á gleðistund að blása til mannfagnaðar og skemmtimóts fyrri part þorrablótsdagsins. Síðan þá hefur aðeins einu sinni verið uppihald, en nafngiftin lýsir því að ísalög eru ekki alltaf trygg þó á miðþorra sé. 
 
Keppt er um veglegan farandgrip, „Dúddabeinið“, listaverk hannað og unnið af Guðmundi Hermannsyni frá Fjalli sem að uppistöðu til er úr mjaðmabeini af Sótu gömlu. 
 
Andi Dúdda heitins á Skörðugili svífur yfir vötnum því um miklu meira en ísmót er að ræða, andlega upplyftingu og nágrannavörslu einnig. 
 
Upphaflega var samkoman með varnarþing í hlöðunni á Ytra-Skörðugili en fluttist síðan í reiðhöllina á Syðra-Skörðugili, „Sundahöllina“. Þegar gestir fara að tínast að um hádegi er kjötsúpa í boði húsfreyja á bæjunum, liðin eru kynnt sem og dómarar. Mútur þeim til handa jafnvel hanteraðar. 
 
Fjögur fimm manna lið
 
Að þessu sinni voru fjögur lið með fimm keppendur hvert. Frá Skörðugilsbræðrum, Einari, Elvari og Eyþóri Einarssonum (Syðra-Skörðugili) og Ingimar Ingimarssyni á Ytra-Skörðugili. Dómarar voru þeir Agnar H. Gunnarsson á Miklabæ, Arnór Gunnarsson frá Glaumbæ og Bjarni Maronsson sem taldi sig sjálfkjörinn formann og gerði enginn athugasemdir, enda maðurinn stjórnarformaður KS. Þulur og „leikstjóri“ var Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri.
 
„Hleyptu skeiði hörðu halir yfir ísa“
 
Keppnin var óvenju hörð, magnaðir hestar og úrval knapa á öllum aldri þar sem „hleyptu skeiði hörðu halir yfir ísa“. Haldið var í Sundahöllina að nýju eftir reiðina þar sem enn meiri veitingar biðu gesta sem og niðurstöður keppninnar.
 
Var ómögulegt fyrir leikmenn að skera úr um sigurvegara en dómararnir voru starfi sínu vaxnir og töldu Björn Sveinsson á Varmalæk óumdeildan sigurvegara, reiðmennskan frábær og hesturinn allgóður eins og dómsformaður orðaði það.
 
Dúddabeinið féll svo í skaut Ingimars Ingimarssonar á Ytra-Skörðugili en hann var í öðru sæti á eftir liðsmanni sínum, Birni. Þórarinn Eymundsson var svo þriðji. 
 
Að verðlaunaafhendingu lokinni eru gjarnan skemmtiatriði, söngur og gamanmál eða keppt í óhefðbundnum greinum s.s. skautahlaupi, pílukasti og skinnaflokkun. Nú var söngur og almennur mannfagnaður látinn duga en ugglaust hafa einhverjir farið að velta fyrir sér hvernig nappa megi beininu að ári frá Ytra-Skörðugili.
 
Gestrisni mótshaldara, viðmót og yfirbragð samkomunnar er hrífandi og minnir okkur á að orðin sem letruð eru á legsteininn hans Dúdda eru þess virða að taka mark á og fara eftir: „Menn eiga að hafa vit á að vera í góðu skapi“.

11 myndir:

Skylt efni: Mjúkísmótið

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...