Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sindri svarar félagsmálaráðherra sem vill auka innflutning matvæla
Mynd / smh
Fréttir 10. ágúst 2017

Sindri svarar félagsmálaráðherra sem vill auka innflutning matvæla

Höfundur: smh

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, svarar á Facebook-síðu sinni hugleiðingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um matvælaverð sem hann viðraði á sinni Facebook-síðu á  þriðjudaginn síðastliðinn. Félagsmálaráðherra lætur þar uppi skoðanir sínar þess efnis að fátt geti tryggt Íslendingum lægra matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði – með meiri innflutningi matvæla.  Segir hann innkomu Costco sýna fram á þetta.

Sindri segir Þorstein skauta framhjá þeirri staðreynd að vegna hinnar ótrúlegu arðsemi á matvörumarkaði í íslenskri verslun hafi Costco einmitt haft áhuga á því að koma inn á íslenska markaðinn. Arðsemin hafi verið keyrð áfram af hárri álagningu – og sérstaklega hafi það átt við um innfluttar vörur eins og skýrsla Bændasamtaka Íslands um efnið sýndi fram á. Hagar hafi stýrt markaðnum í krafti einokunarstöðu sem Costco virðist vera að brjóta niður að einhverju leyti.

Í svari Sindra er gagnrýnt að með málflutningi Þorsteins sé einungis horft til þess að hægt verði að tryggja almenningi sem lægst vöruverð. „Það er afar ólíklegt að þær ódýru innfluttu landbúnaðarafurðir sem félagsmálaráðherra vill setja á borð íslenskra neytenda uppfylli þessar kröfur því að matvara sem það gerir kostar meira. Ég á reyndar bágt með að trúa því að þetta sé skoðun ráðherrans, miklu frekar yfirsjón af hans hálfu, því að ef þetta er hans skoðun þá er hann væntanlega líka tilbúinn til að gefa eftir eitthvað af réttindum venjulegs verkafólks og öðru sem auðvitað hefur líka áhrif á vöruverð. Því mun ég seint trúa upp á hann,“ segir Sindri.

Sindri setur einnig spurningarmerki við það að félagsmálaráðherra, í ríkisstjórn sem vinnur að aðgerðaráætlun í loftlagsmálum, skuli í raun vera að mæla með því að innflutningur á matvælum skuli vera aukinn með tilheyrandi umhverfiskostnaði. Þá gagnrýnir Sindri heimild Þorsteins fyrir gögnum á samanburði á matvælaverði landa, en hann notar vefinn numbeo.com sem byggir á upplýsingum sem notendur skrá sjálfir inn. „Ekki ætla ég að draga þær skráningar í efa, en það er allt annað mál að draga af þeim eins víðtækar ályktanir og ráðherrann gerir, án þess að bera þær einu sinni saman við opinber gögn, sem hljóta að vera ábyggilegri heimildir. Skoðanakannanir með sjálfvöldu úrtaki eru sjaldnast taldar merkilegar,“ segir Sindri í svari sínu.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...