Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Síðsumars kjúklingaveisla
Matarkrókurinn 28. ágúst 2014

Síðsumars kjúklingaveisla

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Það er hægt að matreiða kjúkling á ótal vegu og spennandi að prófa framandi krydd og eldunaraðferðir. Útigrill landsmanna eru víða funheit þessa dagana og þá er um að gera að grilla góðan kjúkling. Nú er hægt að kaupa kjúkling bæði ferskan og frosinn, jafnvel foreldaðan. Nýjung hjá bændum sem vert er að gefa gaum er kjúklingur sem alinn er að hluta á útisvæði.

Teriyaki-marineraður kjúklingur á spjóti
Hráefni

 • 600 g kjúklingur
 • 90 ml teriyaki-sósa
 • 10 ml hunang
 • 5 g hvítlaukur
 • 8 spjót

Aðferð
Hvítlaukurinn er rifinn með rifjárni. Kjúklingur skorinn í strimla. Teriyaki, hunangi og
hvítlauk blandað saman og látið standa í 20 mín. Kjúklingakjötið sett á spjót og ofan í skálina með marineringunni. Látið standa í 1½ klukkustund. Tekið upp úr leginum og sett inn í 200 gráðu heitan ofninn í 12 mínútur eða brúnað á grilli.

Borið fram með nýju rótargrænmeti bökuðu í álpappír og stökku beikoni.


Kjúklingaleggir BBQ
Hráefni

 • 8 stk. kjúklingavængir
 • 2 tsk. svartur pipar
 • 1 tsk. sæt chilisósa
 • 1 tsk. ostrusósa
 • 1 tsk. Cayenne-pipar
 • 4 tsk. paprikuduft
 • 2 tsk. fennelduft
 • 1 tsk. salt
 • 2 msk. púðursykur

Aðferð
Myljið svarta piparinn í kvörn þar til hann verður að fínu dufti. Blandið ostrusósunni og sætu chilisósunni, ásamt Cayenne-piparnum, paprikuduftinu, sinnepsduftinu, saltinu og púðursykrinum saman við. Nuddið kryddblöndunni á vængina og marinerið í 2 klst.

Eldið kjúklingavængina í 20 mín. á 210 °C eða á grilli.

Kjúklingavængir með asísku bragði
Hráefni

 • 600 g kjúklingavængir
 • 3 vorlauksstönglar, niðurskornir   (til skrauts)
 • 1 rauður chili, niðurskorinn
 • 2 hvítlauksgeirar, kreistir
 • 1 tsk. engifer, saxað
 • 1 msk. matarolía, til steikingar

Kryddlögur

 • vorlaukar, niðurskornir
 • 4 msk. sojasósa
 • 2 msk. fiskisósa
 • 1 tsk. sesamolía
 • 1 tsk. hunang
 • smávegis af þurrkryddum eins og   anís eða kóríander

Aðferð
Leggið kjúklinginn í kryddlöginn og inn í ísskáp, helst yfir nótt . Hellið kryddleginum í skál og setjið til hliðar. Hitið grillið. Steikið á heitu grilli í 20 mín. Það þarf að snúa oft því sætur gljáinn getur brunnið.
Hellið kryddleginum út í pott og sjóðið upp, bætið við hvítlauk og engifer. Penslið vængina með vökvanum í 5-20 mínútur þar til kjötið er orðið mjúkt. Gott að nota vægari hita á grillinu. Snúið reglulega við.
Berið kjúklingavængina fram á diski og skreytið með vorlauknum sem eftir er. Gott að föndra smá álpappír á vængendana í upphafi til að forðast klístur við framreiðslu.

5 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...