Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Síðsumars kjúklingaveisla
Matarkrókurinn 28. ágúst 2014

Síðsumars kjúklingaveisla

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Það er hægt að matreiða kjúkling á ótal vegu og spennandi að prófa framandi krydd og eldunaraðferðir. Útigrill landsmanna eru víða funheit þessa dagana og þá er um að gera að grilla góðan kjúkling. Nú er hægt að kaupa kjúkling bæði ferskan og frosinn, jafnvel foreldaðan. Nýjung hjá bændum sem vert er að gefa gaum er kjúklingur sem alinn er að hluta á útisvæði.

Teriyaki-marineraður kjúklingur á spjóti
Hráefni

  • 600 g kjúklingur
  • 90 ml teriyaki-sósa
  • 10 ml hunang
  • 5 g hvítlaukur
  • 8 spjót

Aðferð
Hvítlaukurinn er rifinn með rifjárni. Kjúklingur skorinn í strimla. Teriyaki, hunangi og
hvítlauk blandað saman og látið standa í 20 mín. Kjúklingakjötið sett á spjót og ofan í skálina með marineringunni. Látið standa í 1½ klukkustund. Tekið upp úr leginum og sett inn í 200 gráðu heitan ofninn í 12 mínútur eða brúnað á grilli.

Borið fram með nýju rótargrænmeti bökuðu í álpappír og stökku beikoni.


Kjúklingaleggir BBQ
Hráefni

  • 8 stk. kjúklingavængir
  • 2 tsk. svartur pipar
  • 1 tsk. sæt chilisósa
  • 1 tsk. ostrusósa
  • 1 tsk. Cayenne-pipar
  • 4 tsk. paprikuduft
  • 2 tsk. fennelduft
  • 1 tsk. salt
  • 2 msk. púðursykur

Aðferð
Myljið svarta piparinn í kvörn þar til hann verður að fínu dufti. Blandið ostrusósunni og sætu chilisósunni, ásamt Cayenne-piparnum, paprikuduftinu, sinnepsduftinu, saltinu og púðursykrinum saman við. Nuddið kryddblöndunni á vængina og marinerið í 2 klst.

Eldið kjúklingavængina í 20 mín. á 210 °C eða á grilli.

Kjúklingavængir með asísku bragði
Hráefni

  • 600 g kjúklingavængir
  • 3 vorlauksstönglar, niðurskornir   (til skrauts)
  • 1 rauður chili, niðurskorinn
  • 2 hvítlauksgeirar, kreistir
  • 1 tsk. engifer, saxað
  • 1 msk. matarolía, til steikingar

Kryddlögur

  • vorlaukar, niðurskornir
  • 4 msk. sojasósa
  • 2 msk. fiskisósa
  • 1 tsk. sesamolía
  • 1 tsk. hunang
  • smávegis af þurrkryddum eins og   anís eða kóríander

Aðferð
Leggið kjúklinginn í kryddlöginn og inn í ísskáp, helst yfir nótt . Hellið kryddleginum í skál og setjið til hliðar. Hitið grillið. Steikið á heitu grilli í 20 mín. Það þarf að snúa oft því sætur gljáinn getur brunnið.
Hellið kryddleginum út í pott og sjóðið upp, bætið við hvítlauk og engifer. Penslið vængina með vökvanum í 5-20 mínútur þar til kjötið er orðið mjúkt. Gott að nota vægari hita á grillinu. Snúið reglulega við.
Berið kjúklingavængina fram á diski og skreytið með vorlauknum sem eftir er. Gott að föndra smá álpappír á vængendana í upphafi til að forðast klístur við framreiðslu.

5 myndir:

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...