Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Síðsumars kjúklingaveisla
Matarkrókurinn 28. ágúst 2014

Síðsumars kjúklingaveisla

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Það er hægt að matreiða kjúkling á ótal vegu og spennandi að prófa framandi krydd og eldunaraðferðir. Útigrill landsmanna eru víða funheit þessa dagana og þá er um að gera að grilla góðan kjúkling. Nú er hægt að kaupa kjúkling bæði ferskan og frosinn, jafnvel foreldaðan. Nýjung hjá bændum sem vert er að gefa gaum er kjúklingur sem alinn er að hluta á útisvæði.

Teriyaki-marineraður kjúklingur á spjóti
Hráefni

  • 600 g kjúklingur
  • 90 ml teriyaki-sósa
  • 10 ml hunang
  • 5 g hvítlaukur
  • 8 spjót

Aðferð
Hvítlaukurinn er rifinn með rifjárni. Kjúklingur skorinn í strimla. Teriyaki, hunangi og
hvítlauk blandað saman og látið standa í 20 mín. Kjúklingakjötið sett á spjót og ofan í skálina með marineringunni. Látið standa í 1½ klukkustund. Tekið upp úr leginum og sett inn í 200 gráðu heitan ofninn í 12 mínútur eða brúnað á grilli.

Borið fram með nýju rótargrænmeti bökuðu í álpappír og stökku beikoni.


Kjúklingaleggir BBQ
Hráefni

  • 8 stk. kjúklingavængir
  • 2 tsk. svartur pipar
  • 1 tsk. sæt chilisósa
  • 1 tsk. ostrusósa
  • 1 tsk. Cayenne-pipar
  • 4 tsk. paprikuduft
  • 2 tsk. fennelduft
  • 1 tsk. salt
  • 2 msk. púðursykur

Aðferð
Myljið svarta piparinn í kvörn þar til hann verður að fínu dufti. Blandið ostrusósunni og sætu chilisósunni, ásamt Cayenne-piparnum, paprikuduftinu, sinnepsduftinu, saltinu og púðursykrinum saman við. Nuddið kryddblöndunni á vængina og marinerið í 2 klst.

Eldið kjúklingavængina í 20 mín. á 210 °C eða á grilli.

Kjúklingavængir með asísku bragði
Hráefni

  • 600 g kjúklingavængir
  • 3 vorlauksstönglar, niðurskornir   (til skrauts)
  • 1 rauður chili, niðurskorinn
  • 2 hvítlauksgeirar, kreistir
  • 1 tsk. engifer, saxað
  • 1 msk. matarolía, til steikingar

Kryddlögur

  • vorlaukar, niðurskornir
  • 4 msk. sojasósa
  • 2 msk. fiskisósa
  • 1 tsk. sesamolía
  • 1 tsk. hunang
  • smávegis af þurrkryddum eins og   anís eða kóríander

Aðferð
Leggið kjúklinginn í kryddlöginn og inn í ísskáp, helst yfir nótt . Hellið kryddleginum í skál og setjið til hliðar. Hitið grillið. Steikið á heitu grilli í 20 mín. Það þarf að snúa oft því sætur gljáinn getur brunnið.
Hellið kryddleginum út í pott og sjóðið upp, bætið við hvítlauk og engifer. Penslið vængina með vökvanum í 5-20 mínútur þar til kjötið er orðið mjúkt. Gott að nota vægari hita á grillinu. Snúið reglulega við.
Berið kjúklingavængina fram á diski og skreytið með vorlauknum sem eftir er. Gott að föndra smá álpappír á vængendana í upphafi til að forðast klístur við framreiðslu.

5 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...