Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sex milljón lerkitré feld í Wales
Fréttir 3. júní 2015

Sex milljón lerkitré feld í Wales

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Wales á Bretlandseyjum hafa tekið ákvörðun um að fella sex milljón lerkitré sem klæða dali og hlíðar Cwamcart-skóglendisins. Ástæðan er sýking af völdum svepps sem kallast Phytophthora ramorum. 

Ákvörðunin um að fella tré er tekin í þeirri von að með aðgerðinni megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og skaða af völdum sveppsins sem dreifist með vindi. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að fella öll tré árið 2020 og að eftir það verið lauftrjám og greni plantað þar sem lerkitrén stóðu áður.

Í Cwmcarn voru áður kolanámur og lerkinu plantað í námunda við þær vegna þess hversu hraðvaxta það er þar en tilgangurinn var að nota timbrið af þeim til að styrkja námugöngin. Phytophthora ramorum sveppurinn greindist fyrst í Bretlandseyjum árið 2002 en útbreiðsla hans varð ekki vandamál fyrr en upp úr 2009 þegar hans varð vart í Japanslerki. Sveppsins varð fyrst vart í Wales árið 2010.

Timbrið úr lerkitrjánum verður nýtt til að smíða húsgögn og í spónaplötur.

Skylt efni: Skógrækt | Wales | lerki

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...