Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Mynd / Gýgjarhólskot
Fréttir 8. febrúar 2018

Setti Íslandsmet með 48,1 kg eftir hverja kind

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum.
 
Var búið með 48,1 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum samkvæmt niðurstöðutölum sauðfjárskýrsluhaldsins sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heldur utan um. 
 
Afurðir Eiríks bónda í Gýgjarhólskoti munu vera Íslandsmet í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. 
 
Næst á listanum er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð. Voru þau að skila 40,4 kg eftir hverja kind. Munurinn á þessum búum liggur fyrst og fremst í framleiðslukerfinu, að því er fram kemur í uppgjöri Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML.  Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum var slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga. Hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga.Vaxtarhraði lambanna er í við meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna.
 
Mestu afurðir í einu héraði árið 2017 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló sem er heldur hærra en meðaltal síðustu fimm ára. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 29,8 kíló eftir hverja kind. Sé horft á meðalafurðir síðustu fimm ára eru aðeins fjórar sýslur sem ná meiri en 29 kílóum eftir hverja kind en auk Strandamanna og Vestur-Húnvetninga eru það Eyfirðingar og S-Þingeyingar sem skipa sér í þann flokk. 
 
Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Tæplega 200 bú ná þessum skilyrðum fyrir árið 2017 og hafa aldrei verið fleiri.  
 
Sjá nánar á blaðsíoðum 44 og 45 í nýju Bændablaði.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...