Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Mynd / Gýgjarhólskot
Fréttir 8. febrúar 2018

Setti Íslandsmet með 48,1 kg eftir hverja kind

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum.
 
Var búið með 48,1 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum samkvæmt niðurstöðutölum sauðfjárskýrsluhaldsins sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heldur utan um. 
 
Afurðir Eiríks bónda í Gýgjarhólskoti munu vera Íslandsmet í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. 
 
Næst á listanum er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð. Voru þau að skila 40,4 kg eftir hverja kind. Munurinn á þessum búum liggur fyrst og fremst í framleiðslukerfinu, að því er fram kemur í uppgjöri Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML.  Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum var slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga. Hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga.Vaxtarhraði lambanna er í við meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna.
 
Mestu afurðir í einu héraði árið 2017 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló sem er heldur hærra en meðaltal síðustu fimm ára. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 29,8 kíló eftir hverja kind. Sé horft á meðalafurðir síðustu fimm ára eru aðeins fjórar sýslur sem ná meiri en 29 kílóum eftir hverja kind en auk Strandamanna og Vestur-Húnvetninga eru það Eyfirðingar og S-Þingeyingar sem skipa sér í þann flokk. 
 
Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Tæplega 200 bú ná þessum skilyrðum fyrir árið 2017 og hafa aldrei verið fleiri.  
 
Sjá nánar á blaðsíoðum 44 og 45 í nýju Bændablaði.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...