Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Mynd / Gýgjarhólskot
Fréttir 8. febrúar 2018

Setti Íslandsmet með 48,1 kg eftir hverja kind

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum.
 
Var búið með 48,1 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum samkvæmt niðurstöðutölum sauðfjárskýrsluhaldsins sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heldur utan um. 
 
Afurðir Eiríks bónda í Gýgjarhólskoti munu vera Íslandsmet í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. 
 
Næst á listanum er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð. Voru þau að skila 40,4 kg eftir hverja kind. Munurinn á þessum búum liggur fyrst og fremst í framleiðslukerfinu, að því er fram kemur í uppgjöri Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML.  Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum var slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga. Hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga.Vaxtarhraði lambanna er í við meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna.
 
Mestu afurðir í einu héraði árið 2017 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló sem er heldur hærra en meðaltal síðustu fimm ára. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 29,8 kíló eftir hverja kind. Sé horft á meðalafurðir síðustu fimm ára eru aðeins fjórar sýslur sem ná meiri en 29 kílóum eftir hverja kind en auk Strandamanna og Vestur-Húnvetninga eru það Eyfirðingar og S-Þingeyingar sem skipa sér í þann flokk. 
 
Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Tæplega 200 bú ná þessum skilyrðum fyrir árið 2017 og hafa aldrei verið fleiri.  
 
Sjá nánar á blaðsíoðum 44 og 45 í nýju Bændablaði.
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara