Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
María Marko og Þórunn Vilmarsdóttir.
María Marko og Þórunn Vilmarsdóttir.
Mynd / MM
Fólk 2. júní 2017

Sauðfjármörk sorglega vannýtt auðlind

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hönnunarteymið Terta Duo á Selfossi hefur vakið athygli fyrir að nýta sér eyrnamörk úr íslenskri sauðfjárrækt sem hráefni í listmunasköpun. 
 
Hönnuðirnir María Marko og  Þórunn Vilmarsdóttir skipa þetta hönnunarteymi. Segir María að Eyrnamarkaveggspjöldin þeirra hafi vakið mikla lukku.
 
„Við höfum líka verið að nýta eyrnamörkin á ýmislegt fleira og þróuðum munstrið aðeins lengra til að nýta á púðaver. Þá höfum við líka verið með eyrnamörkin á dagatölum. Þetta hefur verið pantað úti um allt land. Þá er líka skemmtilegt að heyra frá útlendingum ágiskanir um hvað þarna sé um að ræða. Sumir hafa talið að þetta sýndi einhvers konar steinamyndanir eða jafnvel gömul höfðingjaspjót. Þá eru líka til margir Íslendingar sem þekkja þetta ekki og átta sig ekki á hvað eyrnamörkin eru.“
 
Rótgróinn partur af menningu okkar og sögu
 
Fyrir þá sem ekki þekkja til eru eyrnamörk mynstur sem klippt eru í eyrun á lömbum og löghelgar markeigandanum eignarréttinn á sauðfénu. Það er einmitt það skemmtilega við Eyrnamarkaveggspjöldin að margra mati. Fyrir suma eru mörkin mjög persónuleg og fyrir aðra eru þau safn af abstrakt munstrum og hver og einn nýtur verksins á sínum forsendum.  
 
Eyrnamörkin eru rótgróinn partur af menningu okkar og sögu og eiga erindi inn á hvert heimili að mati Maríu, enda hafi sauðkindin haldið í okkur lífinu í mörg hundruð ár.
 
Sorglega vannýtt
 
María segir að útlit eyrnamerkjanna séu mjög skemmtileg og fjölbreytt og þeim hafi fundist þau sorglega vannýtt.
 
„Það er í raun markvert að mörkunum hafi ekki verið hampað meira en raun ber vitni í listum og menningu til þessa enda aldagamall siður og merkileg tákn og heiti. Við höfum þó verið að þróa fleiri vörur út frá eyrnamerkjamynstrinu. Þar má nefna útikertastjaka þar sem við erum svolítið að vinna með steypu.“ 
 
Eyrnamarkaveggspjöldin eru af ýmsum toga. 
 
Til að byrja með voru mörkin sett upp sem plakat og seinna var tekin annars konar stefna og þau þróuð í örvaodda á púðaver og dagatöl. Á næstu misserum munu koma fram fleiri vörur með mörkunum að sögn Maríu sem hvetur fólk til að fylgjast með. 
 
Rekur einnig Kastalann
 
María hefur síðan í nóvember 2015 einnig rekið Kastalann á Selfossi sem er eiginlega afsprengi af hönnunarteyminu Terta Duo. Þar ræður hún ríkjum og segist hún bæði vera að vinna ýmis sérverkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 
 
Kastalinn byrjaði sem hönnunarstúdíó með sölumögu­leikum en þegar á hólminn var komið var hann orðinn hönnunarverslun með litlu stúdíói. Nafnið var innblástur af orðunum „Heimili manns er kastalinn hans“.
Í upplýsingum um Kastalann segir María að eigendurnir vilji hjálpa til við að móta heimili sem passa við eigendurna – sama hvort það er mjúk og hlý stemning eða litrík og leikglöð.
 
Kastalinn byrjaði á því að selja einungis íslenska hönnun og er nú með vörur frá rúmlega 30 íslenskum hönnuðum. Með aukinni eftirspurn bættust við skemmtilegu tækifærisgjafirnar fá Blue-q. Þegar verslunin varð eins árs var vöruúrvalið aukið um helming með huggulegum vörum frá Danmörku og hressilega öðruvísi vörum frá Hollandi. 
 
María Marko á útimarkaði í Hafnarfirði. 
Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...