Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sársaukafullar en nauðsynlegar aðgerðir
Fréttir 12. september 2016

Sársaukafullar en nauðsynlegar aðgerðir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Frá því afurðastöðvar fóru að birta verðskrár fyrir sauðfjárinnlegg á komandi sláturtíð hafa verið nokkuð fjörlegar umræður um hvað veldur þeirri stöðu sem framleiðsla og sala á lambakjöti er í.  
 
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að staðan sé sú að verulegt tap hafi verið á slátrun og vinnslu þeirra sauðfjárafurða sem féllu til í sláturtíðinni 2015 og fjárhagsleg staða fyrirtækjanna margra hverra býður ekki upp á áframhaldandi taprekstur, því verði að grípa til aðgerða. 
 
„Í tilfelli Norðlenska þá er það svo að sú lækkun sem kynnt hefur verið á innkaupsverði dugar ekki til að rétta af stöðuna.  Auk lækkunarinnar þarf að sækja hækkanir á vöruverði út á markaðinn og leita enn frekari leiða til hagræðingar í rekstri fyrirtækisins,“ segir hann. 
 
Miklar lækkanir - má kalla hrun
 
Ágúst Torfi segir að við núverandi framleiðslu og innanlandssölu lambakjöts þurfi að flytja um þriðjung þess kjöts sem framleitt er út. „Þetta gerir það að verkum að afkoma bænda og afurðastöðva er mjög viðkvæm fyrir þróun á erlendum mörkuðum. Afkoma útflutnings hefur ekki verið ásættanleg og valda þar bæði verðlækkanir á erlendum mörkuðum sem og styrking íslensku krónunnar.
 
Lækkanir hafa verið sérstaklega miklar í aukaafurðum af sauðfé og raunar svo miklar að kalla má hrun. Aukaafurðir eins og garnir og vambir standa nú varla undir söfnunar- og hreinsunarkostnaði og gærur undir söltun og flutning ef þær seljast yfir höfuð. Auk þessa eru enn til í landinu umtalsverðar birgðir af gærum frá fyrri árum óseldar.“
 
Verð á kjöti á mörgum erlendum mörkuðum hefur að auki verið að lækka sem eykur á vandann.
„Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Þær eru í þessu tilfelli því miður sársaukafullar en vandinn verður einungis stærri ef ekki er brugðist við honum strax,“ segir Ágúst Torfi, og væntir þess að gott sumar og vænir dilkar mildi áhrif lækkunarinnar á rekstur sauðfjárbúa.
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...