Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sannleikurinn er sár
Skoðun 4. desember 2015

Sannleikurinn er sár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar vonir hafa verið bundnar við að samstaða náist meðal þjóða heims á loftslagsráðstefnunni í París. Það snýst þó ekki bara um loftmengunina sem slíka, heldur ekki síður afleiðingar hlýnunar lofthjúpsins eins og fæðuskort.

Málið er grafalvarlegt og á ráðstefnunni í París hefur það komið berlega í ljós að það er einmitt vatns- og fæðuskortur sem er nú talin meginorsök uppgangs hryðjuverkahópa á borð við Boko Haram í Afríku, ISIL í Írak og Sýrlandi ásamt al-Qaeda. Þeir hafa allir komið fram opinberlega undir merkjum súnní-múslima en tilheyra þó grein bókstafstrúar Vahabíta. Þess má geta að Vahabítismi er opinber trú í Sádi-Arabíu. Hryðjuverkasveitir af þessum stofni hafa hrakið milljónir manna á flótta, ekki síst sjía-múslima og kristna íbúa.

World Food Programme (WFP) og  Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að um 8,2 milljónir manna þarfnist aðstoðar í Írak, þar af eru 4,4 milljónir sem þurfa mikla matvælaaðstoð. Í þeim hópi eru um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi.

Orsökin fyrir vandanum í Írak  og Sýrlandi er ekki bara vopnaskak, heldur uppþurrkun stórra svæða í kringum Tigris-vatnasvæðið í gömlu Mesópótamíu, vegna raforkuframleiðslu og áveituframkvæmda. Er grunnvatnsstaða á þessum svæðum nú orðin hættulega lág. Það þýðir að öll ræktun, landbúnaður og þar með matvælaframleiðsla dregst gríðarlega saman og íbúarnir fara á vergang. Hlýnun jarðar hefur hraðað þessari þróun verulega. Sama má segja um þau svæði í Afríku þar sem hryðjuverkasveitir ganga á lagið hjá sveltandi fólki sem liggur vel við höggi.

Á liðnum árum hafa fjölmargir erlendir fyrirlesarar með mikla reynslu komið hingað til lands til að fjalla um fæðuöryggi. Allir hafa sagt það sama; standið vörð um fæðuöryggi ykkar. Án þess getur illa farið. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (World Health Organization) leggur líka mikla áherslu á þetta.
Samkvæmt pólitískum trúarskoðunum harðlífisskríbenta á samfélagsmiðlunum að undanförnu mætti ætla að  áhyggjur erlendra sérfræðinga, stjórnmálamanna og alþjóðastofnana  séu allar ættaðar úr smiðju „ríkisstyrkts“ Bændablaðs. Einnig hefur verið fullyrt að hundr­uð milljóna af opinberu fé renni í þann rekstur. Hvernig væri að þetta ágæta fólk kíkti í heimsókn og aflaði sér betri upplýsinga um starfsemi Bændablaðsins, áður en það kokgleypir „sannleikann“ sem kokkaður hefur verið upp af örgum prófessor í hagfræði á liðnum árum?

Skylt efni: Lokaorðin

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...