Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sannleikurinn er sár
Lokaorðin 4. desember 2015

Sannleikurinn er sár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar vonir hafa verið bundnar við að samstaða náist meðal þjóða heims á loftslagsráðstefnunni í París. Það snýst þó ekki bara um loftmengunina sem slíka, heldur ekki síður afleiðingar hlýnunar lofthjúpsins eins og fæðuskort.

Málið er grafalvarlegt og á ráðstefnunni í París hefur það komið berlega í ljós að það er einmitt vatns- og fæðuskortur sem er nú talin meginorsök uppgangs hryðjuverkahópa á borð við Boko Haram í Afríku, ISIL í Írak og Sýrlandi ásamt al-Qaeda. Þeir hafa allir komið fram opinberlega undir merkjum súnní-múslima en tilheyra þó grein bókstafstrúar Vahabíta. Þess má geta að Vahabítismi er opinber trú í Sádi-Arabíu. Hryðjuverkasveitir af þessum stofni hafa hrakið milljónir manna á flótta, ekki síst sjía-múslima og kristna íbúa.

World Food Programme (WFP) og  Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að um 8,2 milljónir manna þarfnist aðstoðar í Írak, þar af eru 4,4 milljónir sem þurfa mikla matvælaaðstoð. Í þeim hópi eru um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi.

Orsökin fyrir vandanum í Írak  og Sýrlandi er ekki bara vopnaskak, heldur uppþurrkun stórra svæða í kringum Tigris-vatnasvæðið í gömlu Mesópótamíu, vegna raforkuframleiðslu og áveituframkvæmda. Er grunnvatnsstaða á þessum svæðum nú orðin hættulega lág. Það þýðir að öll ræktun, landbúnaður og þar með matvælaframleiðsla dregst gríðarlega saman og íbúarnir fara á vergang. Hlýnun jarðar hefur hraðað þessari þróun verulega. Sama má segja um þau svæði í Afríku þar sem hryðjuverkasveitir ganga á lagið hjá sveltandi fólki sem liggur vel við höggi.

Á liðnum árum hafa fjölmargir erlendir fyrirlesarar með mikla reynslu komið hingað til lands til að fjalla um fæðuöryggi. Allir hafa sagt það sama; standið vörð um fæðuöryggi ykkar. Án þess getur illa farið. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (World Health Organization) leggur líka mikla áherslu á þetta.
Samkvæmt pólitískum trúarskoðunum harðlífisskríbenta á samfélagsmiðlunum að undanförnu mætti ætla að  áhyggjur erlendra sérfræðinga, stjórnmálamanna og alþjóðastofnana  séu allar ættaðar úr smiðju „ríkisstyrkts“ Bændablaðs. Einnig hefur verið fullyrt að hundr­uð milljóna af opinberu fé renni í þann rekstur. Hvernig væri að þetta ágæta fólk kíkti í heimsókn og aflaði sér betri upplýsinga um starfsemi Bændablaðsins, áður en það kokgleypir „sannleikann“ sem kokkaður hefur verið upp af örgum prófessor í hagfræði á liðnum árum?

Skylt efni: Lokaorðin

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...