Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór og Guðfinna Harpa undirrita samkomulagið.
Kristján Þór og Guðfinna Harpa undirrita samkomulagið.
Mynd / atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 18. júní 2020

Samningur um heimaslátrunarverkefni sem á að hefjast í haust

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu í dag samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun sem á að hefjast í haust.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að markmið verkefnisins sé að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði.

Með verkefninu sé þannig leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla.

Auglýst eftir þátttakendum á næstu dögum

„Tillögur að fyrirkomulagi verkefnisins voru unnar af aðgerðahópi sauðfjárbænda um heimaslátrun í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Ráðuneytið fer með stjórn verkefnisins og mun taka saman niðurstöður við lok þess. Auglýst verður eftir þátttakendum á næstu dögum en áætlað er að sláturdagsetningar liggi fyrir í lok ágúst og að niðurstöður verkefnisins liggi fyrir í árslok 2020.

Með verkefninu er leitast við að auka möguleika bænda á að slátra heima og selja sínar afurðir. Til þess að unnt sé að markaðssetja afurðir sem slátrað hefur verið heima þarf að uppfylla ákvæði regluverks um matvælaöryggi, dýravelferð og hollustuhætti. Fyrirhugað er að bændur framkvæmi heimaslátrun sjálfir á bæjunum og opinbert eftirlit verði framkvæmt af dýralæknum á vegum Matvælastofnunar. Kjöt af gripum sem slátrað verður í tilraunaverkefninu verður ekki selt,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Kristjáni Þór að um mikilvægt skref sé að ræða í átt að því að auka frelsi bænda, aukinni verðmætasköpun og sé einnig hvatning til nýsköpunar og þróunar. „Sauðfjárbændur hafa lengi kallað eftir að fá tækifæri til að skoða möguleika þess að slátra heima og selja á markaði og styrkja þannig böndin milli neytenda og framleiðenda. Með þessu tilraunaverkefni erum við að svara þessu ákalli og leita leiða til að framkvæma þetta innan þess regluverks sem gildir,“ segir Kristján Þór.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...