Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matís stóð að slátruninni heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði, samkvæmt hugmyndum um örslátrun.
Matís stóð að slátruninni heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði, samkvæmt hugmyndum um örslátrun.
Mynd / Matís
Fréttir 16. nóvember 2018

Sala forstjóra Matís á heimaslátruðu kjöti hefur verið kærð

Höfundur: smh

Frá því var greint í byrjun október að Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefði selt lambakjöt af heimaslátruðu á bændamarkaði á Hofsósi 30. september – en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir. Nú hefur Matvælastofnun óskað eftir rannsókn lögreglu á þessari markaðssetningu.

Samkvæmt fyrrgreindum lögum má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. Brotið felst því í að sauðfé var tekið til slátrunar utan sláturhúss og afurðirnar af því settar á markað án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við lög.

Sveinn sagði í viðtali við Bændablaðið í byrjun október að tilgangur uppátækisins hafi verið margþættur; í fyrsta lagi hafi Matís látið reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi við tillögur þeirra um fyrirkomulag á svokallaðri örslátrun. Þá vildi Matís benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat, við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi. Einnig að benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur og um leið prófa Matarlandslagið.is sem vettvang til að stuðla að beinum viðskiptum á milli bænda og neytenda.

Með uppátækinu hafi einnig falist „óformleg könnun á áhuga neytenda á lambakjöti sem slátrað er hjá bónda. „Þó ekki sé hægt að segja að um eiginlega markaðsrannsókn sé að ræða þori ég að fullyrða, eftir viðtökur þeirra sem komu á matarmarkaðinn í gær [sunnudag], að það er mikill áhugi á því að kaupa örslátrað kjöt beint af bónda,“ sagði Sveinn í viðtali við Bændablaðið.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...