Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matís stóð að slátruninni heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði, samkvæmt hugmyndum um örslátrun.
Matís stóð að slátruninni heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði, samkvæmt hugmyndum um örslátrun.
Mynd / Matís
Fréttir 16. nóvember 2018

Sala forstjóra Matís á heimaslátruðu kjöti hefur verið kærð

Höfundur: smh

Frá því var greint í byrjun október að Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefði selt lambakjöt af heimaslátruðu á bændamarkaði á Hofsósi 30. september – en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir. Nú hefur Matvælastofnun óskað eftir rannsókn lögreglu á þessari markaðssetningu.

Samkvæmt fyrrgreindum lögum má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. Brotið felst því í að sauðfé var tekið til slátrunar utan sláturhúss og afurðirnar af því settar á markað án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við lög.

Sveinn sagði í viðtali við Bændablaðið í byrjun október að tilgangur uppátækisins hafi verið margþættur; í fyrsta lagi hafi Matís látið reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi við tillögur þeirra um fyrirkomulag á svokallaðri örslátrun. Þá vildi Matís benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat, við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi. Einnig að benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur og um leið prófa Matarlandslagið.is sem vettvang til að stuðla að beinum viðskiptum á milli bænda og neytenda.

Með uppátækinu hafi einnig falist „óformleg könnun á áhuga neytenda á lambakjöti sem slátrað er hjá bónda. „Þó ekki sé hægt að segja að um eiginlega markaðsrannsókn sé að ræða þori ég að fullyrða, eftir viðtökur þeirra sem komu á matarmarkaðinn í gær [sunnudag], að það er mikill áhugi á því að kaupa örslátrað kjöt beint af bónda,“ sagði Sveinn í viðtali við Bændablaðið.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...