Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Akreyri.
Akreyri.
Mynd / HKr.
Fréttir 22. febrúar 2016

Safna úrgangsolíu sem nýtist síðar í samgöngum og til jarðgerðar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Akureyringar hafa lengi verið í fararbroddi þegar kemur að flokkun og endurvinnslu og Akureyri er það sveitarfélag sem hvað lengst er komið í þessum málaflokki,“ segir Guðmundur H. Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku. 
 
Félagið hóf á dögunum dreifingu á „Grænu trektinni“ svonefndu, en um er að ræða sérhannaða trekt til að safna úrgangsolíu sem til fellur við matargerð. Lífræn olía sem þannig safnast verður endurunnin hjá félaginu Orkey, þar sem henni er breytt í lífdísil sem notaður er sem eldsneyti fyrir strætisvagna. Einnig nýtist afraksturinn í jarðgerð hjá Moltu.
 
Gríðargóðar viðtökur
 
 „Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar,“ segir Guðmundur, en trektinni var m.a. dreift á Glerártorgi og fóru út um 1.000 stykki á fystu dögunum. Trektina geta bæjarbúar nálgast í anddyri Ráðhússins á Akureyri, hjá Norðurorku og á gámasvæðinu við Réttarhvamm. Alls voru keyptar 3.000 trektir. Í trektina má setja alla lífolíu, steikingarolíu hvers konar, ólífuolíu, smjör og feiti.
 
Markmiðið að stemma stigu við að olía fari í fráveitukerfið
 
Hann segir að aukin áhersla verði á að koma í veg fyrir að fitan lendi í fráveitukerfinu og búi þar til stíflur auk þess að fara illa með dælur og annan búnað.  Mikilvægt sé að fanga fituna við upptök hennar, á heimilunum og úti í fyrirtækjum í stað þess að setja hana í fráveitukerfið, þar sem reynt sé að hreinsa hana frá með ærnum tilkostnaði áður en hún sleppur út í Eyjafjörð. 
 
„Þetta er langtímaverkefni, en viðtökur benda til að bæjarbúar, sem og stórnotendur eins og veitingastaðir og eldhús í fyrirtækjum séu tilbúnir að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Guðmundur. „Eins og staðan er núna fer mikið magn af þessari olíu í fráveitukerfi bæjarins og er markmiðið nú að draga þar úr eins og kostur er.“
 
Vistorka er félag sem var stofnað í maí á liðnu ári og tók til starfa í júní í fyrrasumar. Það er dótturfélag Norðurorku og er alfarið í eigu þess. Verkefnið var sett í gang í kjölfar mikillar undirbúningsvinnu sem m.a. fór fram á vegum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, atvinnumálafulltrúa Akureyrarbæjar, Tækifæris  og fleiri aðila. Guðmundur segir að þó svo verkefnið hafi farið af stað með tímabundna fjármögnun, sé ekki annað á stjórnendum og eigenda Vistorku að heyra en almenn ánægja sé með hvernig til hafi takist −„þannig að vonandi er Vistorka komin til að vera í einni eða annarri mynd“.
 
Tækifæri til að gera betur eru víða
 
Tilgangur með stofnun félagsins er að sögn Guðmundar að kanna frekari möguleika á framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis sem nýtir innlent hráefni.
 
„Okkar markmið er að meta hvort á Eyjafjarðarsvæðinu sé hægt á sjálfbæran hátt að nýta það hráefni sem til fellur til framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti og þá í leiðinni mögulega nýtingu á þeim hliðarafurðum sem tengjast framleiðslunni. Hluti af okkar verkefni er einnig að meta hvaða áhrif umhverfisvæn eldsneytisframleiðsla hefur á umhverfis­áætlanir, kolefnisbúskap og ímynd fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á svæðinu,“ segir Guðmundur. Vistorku er einnig ætlað að styðja við þau fyrirtæki sem bærinn og Norðurorka eiga hlut í og vinna á þessu sviði, svo sem Moltu, Orkey, Metan og GPO.
 
Hann segir að fyrir hendi séu tækifæri fyrir almenning, sem og fyrirtæki og sveitarfélög að vera beinir þátttakendur í þróun til enn vistvænna samfélags. „Tækifærin til að gera betur eru víða og á ýmsum sviðum, við getum nefnt flokkun á sorpi, að neytendur temji sér umhverfisvæn innkaup og að þeir dragi úr hvers konar sóun. Það má einnig nefna að endurnýjun bílaflota miði að því að fjölga vistorkubílum og eins hafa samgöngustyrkir verið til skoðunar.“
 
Stöndum framarlega
 
Guðmundur segir að Akureyri sé framarlega þegar að þessum málaflokki kemur og sé það sveitarfélag landsins sem hvað lengst er komið.  Sem dæmi nefnir hann að frítt sé í strætisvagna bæjarins, flokkun á lífrænum úrgangi er almenn og mikil, sem og einnig á endurvinnanlegum og endurnýtanlegum úrgangi.  Úrgangsmatarolía og mör frá sláturhúsum er nýtt til lífdísilgerðar. Þá eru gömlu sorphaugarnir nýttir til framleiðslu á metani, gömul dekk og vörubretti ganga einnig í endurnýjun lífdaga hjá Gúmmívinnslunni svo nokkur dæmi séu nefnd. 
 
„Græn“ bílastæði
 
Svonefnd „græn“ bílastæði voru tekin í notkun á Akureyri í lok sumars en þau eru ætluð fyrir ökutæki sem tekið geta við innlendri orku, rafmagni, metani og eins tengi­tvinnbílar, en alls falla um 50 gerðir bíla undir flokkinn. Stæðin eru við Ráðhúsið, Skipagötu og sunnan við Bautann. Guðmundur segir reynsluna góða − „en við vitum að notkunin á eftir að aukast mikið á næstunni þegar við setjum upp hleðslupolla í miðbæinn á næstu vikum og síðan munu Orka náttúrunnar ON og Vistorka setja upp hraðhleðslustöðvar við Glerártorg og Hof með vorinu.“ 

4 myndir:

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...