Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breski fornleifafræðingurinn Howard Carter við fund sinn, gröf Tutankshames konungs.
Breski fornleifafræðingurinn Howard Carter við fund sinn, gröf Tutankshames konungs.
Mynd / Wikicommons
Fréttir 6. janúar 2022

Rýtingur úr loftsteinsmálmi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Fyrir allmörgum árum, nánast heilli öld, fannst gröf Tutankhamens konungs (Tuts) sem var uppi í kringum 1340 f. Krist. Gröfin var mörgum fræðingnum áhugaefni og við frekari rannsókn þremur árum síðar, eða árið 1925, fundust meðal annars tveir rýtingar á vel varðveittu líkinu.

Breska fornleifafræðingnum Howard Carter, sem uppgötvaði bæði gröfina og svo rýtingana, þótti heldur mikið til þeirra koma en annar var úr gulli og hinn úr því sem Carter taldi járn. Þó að vanalega þætti gullið verðmætara var járnrýtingurinn það sem raunverulega vakti athygli Carters og annarra fornleifafræðinga.

Á þeim tíma sem konungurinn var uppi, var járn nefnilega talið verðmætara en gull, þar sem það var afar sjaldgæft og tilvísanir í það ekki vanalegar í sögunni fyrr en á fyrsta árþúsundi f.Kr.

Vegna þess voru flestir fornleifafræðingar sammála um að málmurinn sem var notaður til að búa til rýtinginn væri líklegast loftsteinsmálmur, efni sem Egyptar á tímum konungsins Tuts, kölluðu „járn af himni“.
Járnið vakti eðlilega mikla athygli vísindamanna og gegnum tíðina hafa verið getgátur um hvar það hafi myndast eða hvaðan það hafi komið. Vísindamenn 8.–9. áratugarins léku sér áfram með þá hugmynd að blað rýtingsins hafi verið gert úr loftsteini en niðurstöður þeirra rannsókna þóttu ekki gefa fullnægjandi svar.

Á síðasta ári hins vegar notaði hópur ítalskra og egypskra vísindamanna nýja tækni sem kallast röntgenflúrljómun til að skoða rýtinginn aftur. Þær niðurstöður ýttu heldur betur undir hugmyndir vísindamannanna forvera þeirra, en efnainnihald í blaði hans benti eindregið til uppruna ... utan jarðar. Innihaldið, járn, nikkel og kóbalt, finnst m.a. í loftsteinum, sem ýtir undir verðleika niðurstaðnanna.

Rannsakendur vona að uppgötvunin muni hjálpa til við að greina aðra hluti sem fundust í gröfinni, sem áður voru taldir vera járn. Þeir vonast einnig til að það muni gefa innsýn í aðra notkun loftsteinsmálma á þeim tíma.

Þó að það kunni að virðast heldur langsótt að grafhýsi Tútankhamens konungs geymi enn óuppgötvuð leyndarmál, þá er staðreyndin sú að vegna þess hve lengi hún stóð ósnortin gæti það dugað til að halda vísindamönnum og fornleifafræðingum uppteknum í mjög langan tíma og jafnvel er þar að finna fleiri málma sem ekki hafa greinileg kennsl verið borin á.

Skylt efni: Loftsteinar

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...