Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Breski fornleifafræðingurinn Howard Carter við fund sinn, gröf Tutankshames konungs.
Breski fornleifafræðingurinn Howard Carter við fund sinn, gröf Tutankshames konungs.
Mynd / Wikicommons
Fréttir 6. janúar 2022

Rýtingur úr loftsteinsmálmi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Fyrir allmörgum árum, nánast heilli öld, fannst gröf Tutankhamens konungs (Tuts) sem var uppi í kringum 1340 f. Krist. Gröfin var mörgum fræðingnum áhugaefni og við frekari rannsókn þremur árum síðar, eða árið 1925, fundust meðal annars tveir rýtingar á vel varðveittu líkinu.

Breska fornleifafræðingnum Howard Carter, sem uppgötvaði bæði gröfina og svo rýtingana, þótti heldur mikið til þeirra koma en annar var úr gulli og hinn úr því sem Carter taldi járn. Þó að vanalega þætti gullið verðmætara var járnrýtingurinn það sem raunverulega vakti athygli Carters og annarra fornleifafræðinga.

Á þeim tíma sem konungurinn var uppi, var járn nefnilega talið verðmætara en gull, þar sem það var afar sjaldgæft og tilvísanir í það ekki vanalegar í sögunni fyrr en á fyrsta árþúsundi f.Kr.

Vegna þess voru flestir fornleifafræðingar sammála um að málmurinn sem var notaður til að búa til rýtinginn væri líklegast loftsteinsmálmur, efni sem Egyptar á tímum konungsins Tuts, kölluðu „járn af himni“.
Járnið vakti eðlilega mikla athygli vísindamanna og gegnum tíðina hafa verið getgátur um hvar það hafi myndast eða hvaðan það hafi komið. Vísindamenn 8.–9. áratugarins léku sér áfram með þá hugmynd að blað rýtingsins hafi verið gert úr loftsteini en niðurstöður þeirra rannsókna þóttu ekki gefa fullnægjandi svar.

Á síðasta ári hins vegar notaði hópur ítalskra og egypskra vísindamanna nýja tækni sem kallast röntgenflúrljómun til að skoða rýtinginn aftur. Þær niðurstöður ýttu heldur betur undir hugmyndir vísindamannanna forvera þeirra, en efnainnihald í blaði hans benti eindregið til uppruna ... utan jarðar. Innihaldið, járn, nikkel og kóbalt, finnst m.a. í loftsteinum, sem ýtir undir verðleika niðurstaðnanna.

Rannsakendur vona að uppgötvunin muni hjálpa til við að greina aðra hluti sem fundust í gröfinni, sem áður voru taldir vera járn. Þeir vonast einnig til að það muni gefa innsýn í aðra notkun loftsteinsmálma á þeim tíma.

Þó að það kunni að virðast heldur langsótt að grafhýsi Tútankhamens konungs geymi enn óuppgötvuð leyndarmál, þá er staðreyndin sú að vegna þess hve lengi hún stóð ósnortin gæti það dugað til að halda vísindamönnum og fornleifafræðingum uppteknum í mjög langan tíma og jafnvel er þar að finna fleiri málma sem ekki hafa greinileg kennsl verið borin á.

Skylt efni: Loftsteinar

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...