Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Berglind Häsler með lífrænt vottaðar rófur frá Karlsstöðum í Berufirði.
Berglind Häsler með lífrænt vottaðar rófur frá Karlsstöðum í Berufirði.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 30. apríl 2020

Rúnlega 80 prósent eru jákvæð gagnvart lífrænni framleiðslu

Höfundur: smh

Í dag var verkefninu Lífrænt Ísland ýtt úr vör, en um átaksverkefni er að ræða þar sem markmiðið er að efla og kynna lífræna framleiðslu á Íslandi. Í niðurstöðum könnunar á vegum verkefnisins, sem kynntar voru í dag, kemur fram að rúmlega 80 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart lífrænni framleiðslu á Íslandi.

Berglind Häsler.

Um samstarfsverkefni er að ræða milli VOR – félags framleiðenda í lífrænum búskap, Bændasamtaka Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. VOR fer með framkvæmd verkefnisins og er Berglind Häsler verkefnastjóri. ,,Við hefjum átakið með því að kynna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir VOR. Þær benda heldur betur til þess að mikill áhugi og eftirspurn sé á lífrænni framleiðslu á Íslandi. Það er ánægjulegt að hefja þessa vegferð með svona miklum meðbyr, niðurstöðurnar gefa fullt tilefni til að hvetja til stórsóknar á lífrænni framleiðslu á Íslandi og að efla vitund um ágæti hennar meðal neytenda.” segir Berglind.

Í könnuninni kemur fram að aðeins 2,4 prósent eru neikvæð. Þá eru 77,2 prósent sem alltaf, oft eða stundum velja lífrænar íslenskar vörur fram yfir hefðbundnar íslenskar vörur.

Skiptir mestu að lífrænt er umhverfisvænt

Berglind segir að í stuttu máli megi segja að það sem skipti neytendur mestu máli varðandi lífræna framleiðslu er hversu umhverfisvæn hún er og að ekkert skordýraeitur er notað í framleiðslunni.

„Rætt hefur verið um nauðsyn þess að  að efla lífræna framleiðslu á Íslandi. Í dag er einungis um 1% ræktunarlands á Íslandi vottað lífrænt, mun lægra hlutfall en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í flestum Evrópulöndum hefur lífræn ræktun aukist gríðarlega á undanförnum árum, allt í takt við aukna eftirspurn neytenda.

Það eru margar ástæður fyrir því að velja lífrænt og líkt og niðurstöður könnunarinnar benda til skipta umhverfismál neytendur alltaf meira og meira máli. Í lífrænni ræktun er stunduð skiptiræktun og staðbundnar auðlindir nýttar við ræktunina. Þá eru notaðar náttúrulegar varnir í stað eiturefna gegn skordýrum og illgresi og erfðabreyttar lífverur bannaðar. Lífrænn áburður er notaður í stað tilbúins áburðar. Jafnramt gilda strangar reglur um noktun sýklalyfja og engin hormón eru notuð. Búfénaði er gefið lífrænt fóður og ítarlegar kröfur eru gerðar um góðan aðbúnað þeirra og útivist“ segir Berglind.

Meðal niðurstaðna úr könnuninni:

Helstu ástæður þess að fólk er jákvætt gagnvart lífrænni íslenskri framleiðslu:

  • Gott fyrir umhverfið - 24,6%
  • Hollt – 20,3%
  • Góður valkostur – 14%
  • Ekki eiturefni / aukaefni – 13,8 %


Hvað skipti mestu máli við val á lífrænum íslenskum vörum:

  • Ekkert skordýraeitur – 49,6%
  • Gæði – 48,3 %
  • Dýravelferð (t.d. aukið rými fyrir búfé) – 38,1%
  • Engar erfðabreyttar lífverur - 25,4%

Nánari upplýsingar um verkefnið Lífrænt Ísland og könnuna verður að finna vefsíðunni www.lifraentisland.is og á samnefndri Facebook-síðu verkefnisins.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...