Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rúlluvélar – Plast í stað nets
Fræðsluhornið 16. júní 2017

Rúlluvélar – Plast í stað nets

Höfundur: Sigtrygur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Plastbinding í stað nets, þar á undan garns, er framtíðin að mati flestra framleiðenda rúlluvéla. Í nokkur ár hafa verið á markaði rúlluvélar sem nýta sér plastfilmu til að binda rúllur í baggahólfinu í stað nets:
 • Aukafilman eykur styrk plasthjúpsins, og hjálpar þannig til við að minnka súrefnismagn sem berst að heyinu á verkunar- og geymslutímabilinu og minnkar líkur á myglu og fóðurtapi.
 • Mögulega er hægt að komast af með minna plast þegar rúllunni er plastað, þótt framleiðendur séu ekki allir sammála um það.
 • Auðveldar til muna það að opna rúlluna með t.d. rúlluskera.
 • Meira plast er á „belgnum“ sem minnkar líkur á skemmdum í flutningi.
 • Auðveldar alla vinnu við flokkun í endurvinnslu.

Í dag eru þessir framleiðendur að framleiða rúlluvélar með slíkan búnað:

 • Orkel eru frumkvöðlar í notkun plastfilmu í stað nets og eru í samvinnu með New Holland í þessum efnum með sínar Roll Baler 125 Combi og Roll Baler 135 Ultra.
 • Göweil G5040Kombi vélarnar eru lítt þekktar hérlendis en eru með þessum búnaði.
 • Krone Crown Comprima týpurnar eru með plasti í stað nets og hægt er að kaupa búnað fyrir vélar framleiddar eftir 2014 og setja á hér heima.
 • McHale hefur búnaðinn og heita þá vélarnar plús vélar.
 • Kuhn i-BIO + er einnig vél á markaði hérlendis með plast í stað nets.

Hvað með aðra?

 • Vicon eru á fullu í þróun á FastBale vélinni, og fyrstu prófanir hafa verið með neti en líklegt er að hún verði fyrst Vicon véla með plasti í stað nets.
 • John Deere vilja bíða með þennan búnað þar til plastfilman verður ódýrari.

Filman sem þarf er framleidd af nokkrum aðilum og fer þeim fjölgandi.

 • 1,25 m að breidd,  þykktin er frá 13–25 míkró­metrar.
 • Til að halda pressunni á rúllunni er talað um að setja 2,8 til 5,5 lag utan um þær
 • Ennþá er plastið dýrari kostur en netið en dregið hefur saman með verði á neti og plasti eftir því sem notkun þess síðarnefnda eykst.
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...