Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rúlluvélar – Plast í stað nets
Fræðsluhornið 16. júní 2017

Rúlluvélar – Plast í stað nets

Höfundur: Sigtrygur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Plastbinding í stað nets, þar á undan garns, er framtíðin að mati flestra framleiðenda rúlluvéla. Í nokkur ár hafa verið á markaði rúlluvélar sem nýta sér plastfilmu til að binda rúllur í baggahólfinu í stað nets:
 • Aukafilman eykur styrk plasthjúpsins, og hjálpar þannig til við að minnka súrefnismagn sem berst að heyinu á verkunar- og geymslutímabilinu og minnkar líkur á myglu og fóðurtapi.
 • Mögulega er hægt að komast af með minna plast þegar rúllunni er plastað, þótt framleiðendur séu ekki allir sammála um það.
 • Auðveldar til muna það að opna rúlluna með t.d. rúlluskera.
 • Meira plast er á „belgnum“ sem minnkar líkur á skemmdum í flutningi.
 • Auðveldar alla vinnu við flokkun í endurvinnslu.

Í dag eru þessir framleiðendur að framleiða rúlluvélar með slíkan búnað:

 • Orkel eru frumkvöðlar í notkun plastfilmu í stað nets og eru í samvinnu með New Holland í þessum efnum með sínar Roll Baler 125 Combi og Roll Baler 135 Ultra.
 • Göweil G5040Kombi vélarnar eru lítt þekktar hérlendis en eru með þessum búnaði.
 • Krone Crown Comprima týpurnar eru með plasti í stað nets og hægt er að kaupa búnað fyrir vélar framleiddar eftir 2014 og setja á hér heima.
 • McHale hefur búnaðinn og heita þá vélarnar plús vélar.
 • Kuhn i-BIO + er einnig vél á markaði hérlendis með plast í stað nets.

Hvað með aðra?

 • Vicon eru á fullu í þróun á FastBale vélinni, og fyrstu prófanir hafa verið með neti en líklegt er að hún verði fyrst Vicon véla með plasti í stað nets.
 • John Deere vilja bíða með þennan búnað þar til plastfilman verður ódýrari.

Filman sem þarf er framleidd af nokkrum aðilum og fer þeim fjölgandi.

 • 1,25 m að breidd,  þykktin er frá 13–25 míkró­metrar.
 • Til að halda pressunni á rúllunni er talað um að setja 2,8 til 5,5 lag utan um þær
 • Ennþá er plastið dýrari kostur en netið en dregið hefur saman með verði á neti og plasti eftir því sem notkun þess síðarnefnda eykst.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...