Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Riddarastjarna
Á faglegum nótum 9. desember 2014

Riddarastjarna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riddarastjarna eða amaryllis eins og þessi glæsilega laukplanta er oft nefnd er upprunni í Suður Ameríku en hefur dreifst þaðan sem pottaplanta vegna þess hversu harðger og auðveld hún er í ræktun auk þess að vera blómviljug.

Blómin eru í mörgum litum, rauð, hvít og bleik auk þess sem þau geta verið marglit.

Áður en laukurinn er settur í mold er gott að láta neðri hluta hans standa í volgu vatni í nokkra klukkutíma þar sem slíkt hraða rótarmyndun. Amaryllis laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20°C.

Þegar lauknum er komið fyrir í potti skal láta helming til einn þriðja af honum standa upp úr moldinni en þrýsta henni þéttingsfast að neðri hlutanum án þess þó að skemma ræturnar séu þær farnar að myndast.

Moldin í pottunum skal alltaf vera rök yfir vaxtartímann en laukurinn þolir nokkur þurrk á meðan hann er í hvíld.

Riddarastjörnu er einnig hægt að rækta í glervasa til jólanna á svipaðan hátt og lýst er hér á eftir í tenglum við goðaliljur. Ræktunartíminn er þó styttri eða þrjá til fimm vikur.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...