Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hjónin Guðmundur Gísli Jónsson og Sólveig Stefanía Jónsdóttir frá Mun­aðar­nesi við Ingólfsfjörð.
Hjónin Guðmundur Gísli Jónsson og Sólveig Stefanía Jónsdóttir frá Mun­aðar­nesi við Ingólfsfjörð.
Fréttir 14. júlí 2016

Rekinn hrannast upp og skelfilegt að geta ekki nýtt hann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur og Sólveig verja öllum sumrum í Munaðarnesi í Ingólfsfirði þrátt fyrir að hafa brugðið búi fyrir ellefu árum. Þeim finnst hvergi betra að vera. Verst þykir þeim að geta ekki nýtt rekann sem er að fylla allar fjörur.

„Við hættum búskap 2005 en komum hingað og erum hér nánast allt sumarið. Rætur okkar eru hér og erfitt að slíta þær upp.“ Guðmundur segir að þau hafi verið með hátt í 200 kindur síðasta árið sem þau bjuggu auk þess sem hann átti trillu sem hann reri til fiskjar. „Ég seldi trilluna þegar við hættum búskap og satt best að segja fæ ég alltaf smá sting þegar ég sé hana og sakna þess enn að fara á sjóinn.“
Guðmundur og Sólveig búa á Stykkishólmi á veturna og segjast una hag sínum vel en vildu gjarnan hafa meira að gera.

Sólveig aðstoðar íbúa á dvalar­heimilinu við hannyrðir en Guð­mundur stokkar upp línur annað slagið milli þess sem hann les bækur.

Sala á girðingastaurum úr rekavið dottin niður

„Fyrstu árin eftir að við hættum með kindurnar var ég talsvert í að vinna rekavið í girðingastaura en sala á þeim hefur dottið niður vegna innflutnings á staurum.

Við eigum helling af staurum úti í fjárhúsum sem eru orðnir laufléttir og fínir en við losnum bara ekki við þá.

Ég og bræður mínir höfum lengi gælt við þá hugsun að kaupa okkur almennilega sög til að geta sagað rekann í borðvið en ekkert orðið úr því enn og líklega erum við búin að draga það of lengi. Á sama tíma hrannast reki upp hér úti á nesinu og fjaran full af honum og skelfilegt að geta ekki nýtt hann. Ég á orðið haug af sparivið, eða það sem er kallað rauðaviður, af því að ég hef ekki tímt að nota hann í staura og þrátt fyrir að það hafi dregið mikið úr reka síðustu árin var ég að bjarga góðum bol upp í fjöru fyrir nokkrum dögum,“ segir Guðmundur.

Sólveig segir leiðinlegt að sjá fjörurnar fulla af við og horfa á verðmætin í honum grotna niður. „Það litla sem við notum af viðnum fer í að kynda húsið en það sér ekki högg á vatni þrátt fyrir að Guðmundur eyði drjúgum tíma í að kljúfa við í eldinn og að okkur sé aldrei kalt. Það er orðið erfitt að ganga fjörurnar víða og hreinlega hættulegt á köflum þar sem mest er af honum nema maður haldi sig alveg í flæðamálinu.“
 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...