Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Reglugerð um vöktun á sýklalyfjaþoli
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 16. nóvember 2018

Reglugerð um vöktun á sýklalyfjaþoli

Höfundur: smh

Reglugerð, sem setur nákvæmar reglur um vöktun á þoli gegn sýklalyfjum í dýrum, matvælum, fóðri, áburði og sáðvöru, var gefin út í gær í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að reglugerðin taki mið af tillögum starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi og kostnaður við sýnatökur samkvæmt reglugerðinni hafi nú þegar verið fjármagnaður.

„Reglugerðin mælir fyrir um sýnatökur og skýrslugjöf á þoli gegn sýklalyfjum sem greinast í dýrum, dýraafurðum eða matvælum, fóðurefnum til fóðurgerðar, fóðri, fiskimjöli, vatni, umhverfi eða öðrum sýnum sem tengjast eftirliti Matvælastofnunar og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga fara með framkvæmd reglugerðarinnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Karl G. Kristinsson.

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, segir að þessi reglugerð sé því miður búin að vera allt of lengi í undirbúningi og sé löngu tímabær. „Við höfum verið á eftir í þessu tilliti og það er gott fyrir íslenska bændur að þetta er nú komið. Vinna við framkvæmd hennar mun væntanlega staðfesta enn frekar sérstöðu íslenskra landbúnaðarafurða hvað varðar sýklalyfjaónæmi. Svo er bara vonandi að við náum að halda þeirri stöðu.“

Nýverið var greint frá niðurstöðum rannsóknar sem unnin var fyrir Smitvarnastofnun Evrópu þar sem fram kom að sýkingar vegna sýklalyfjaónæmra baktería hafi orðið rúmlega 33.000 Evrópubúum að aldurtila árið 2015, þegar rannsóknin var gerð. Í greininni er lýst þeirri hættu sem heimsbyggðin horfir fram á vegna aukinnar tíðni sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmis. Talið er að sýklalyfjaónæmar bakteríur muni ógna verulega lýðheilsu í framtíðinni verði ekkert að gert.

Myndin sýnir DALYs (e. Disability Adjusted Life Years) og segir til um þann fjölda góðra æviára sem glatast vegna heilsufarsvandamála, fötlunar eða ótímabærs dauðdaga í viðkomandi Evrópulöndum árið 2015, sem má rekja til sýklalyfjaónæmra baktería. Tölurnar á x-ásnum sýna fjölda DALYs pr. 100.000 íbúa.

 

Reglugerðina er að finna í stjórnartíðindum í gegnum tengilinn hér að neðan:

Reglugerð um um vöktun á sýklalyfjaþoli í lifandi dýrum, matvælum, fóðri, áburði og sáðvöru

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...