Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Slátrarateymið á Vaðbrekku á Efra-Jökuldal sem tók þátt í tilraunaverkefninu um heimaslátrun: Brynjólfur Júlíusson, Sigurður Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hákonarson og Aðalsteinn Sigurðsson, bóndi á Vaðbrekku.
Slátrarateymið á Vaðbrekku á Efra-Jökuldal sem tók þátt í tilraunaverkefninu um heimaslátrun: Brynjólfur Júlíusson, Sigurður Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hákonarson og Aðalsteinn Sigurðsson, bóndi á Vaðbrekku.
Mynd / Hjörtur Magnason
Fréttir 4. maí 2021

Reglugerð sem heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Í reglugerðinni er skilyrt að dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður þess greiðast úr ríkissjóði.

Reglugerðin kemur í kjölfar tilraunaverkefnis um heimaslátrun sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóð fyrir síðastliðið haust í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda. Bændur stóðu þar sjálfir að sýnatökum. Reyndust gildi gerlamagns í góðu lagi og sýrustig var einnig að mestu leyti undir viðmiðunarmörkum. 

Gerðar voru tilraunir með fjareftirlit dýralækna en tiltekin tæknileg vandamál komu upp og er því í nýju reglugerðinni kveðið á um að opinberir dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum á staðnum, bæði fyrir og eftir slátrun. 

Helstu atriði reglugerðarinnar: 

  • Sérstakar undanþágur vegna slátrunar og stykkjunar í samræmi við kröfur Evrópuregluverksins, s.s. lágmarkskröfur til húsnæðis og aðstöðu.  
  • Kveðið er á um kröfur við aflífun, hollustuhætti við slátrun, innra eftirlit og förgun aukaafurða dýra.  
  • Til að auðvelda bændum að nýta sér þessa heimild þá hefur Matvælastofnun útbúið leiðbeiningabækling á grundvelli reglugerðarinnar þar sem skýrð eru út helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og stykkjunar í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum. Leiðbeiningar Matvælastofnunar má finna hér.

Reglugerðin er einnig liður í aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Með því að gera bændum kleift að framleiða og selja afurðir beint frá býli má styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þessu er einnig stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matæla. 

Kristján Þór segir af þessu tilefni:

„Það hefur lengi verið kallað eftir því að bændum verði gert kleift að slátra sauðfé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Undanfarin tvö ár hefur átt sér stað umfangsmikil vinna í samráði við bændur og Matvælastofnun við að leita leiða til að heimila þessa framleiðslu þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þessi breyting sem við gerum í dag markar því tímamót enda felst í þessari breytingu mikilvægt tækifæri til að styrkja verðmætasköpun og afkomu bænda til framtíðar.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...