Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á vegum ráðuneytisins um heimaslátrun, sem stóð yfir í síðustu sláturtíð, með það markmið að leita leiða til að auðvelda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar. Niðurstöður sýnatöku vegna magns gerla leiddu í ljós að gildi voru aldrei óásættanlega há, frá þeim bæjum þegar sýni bárust rannsóknarstofu innan 24 klukkustunda.

Alls tóku 25 býli þátt í verkefninu og í skýrslunni kemur fram að ávinningur þess sé þríþættur; kanna áhuga bænda á slíku verkefni og lausnunum sem þar voru prófaðar, kanna umfang opinbers eftirlits og tímalengd skoðunar og kanna möguleika á framkvæmd rafrænnar skoðunnar.

Tæknileg vandamál

Í tilraunarverkefninu virðist hafa gengið á ýmsu með rafrænu heilbrigðisskoðunina þegar á heildina er litið, samkvæmt samantekt skýrsluhöfundar Hólmfríðar Sveinsdóttur. Netsamband var til dæmis í lagi á fimm af 14 bæjum, í öllum rýmum, þar sem heilbrigðisskoðun fór fram með rafrænum hætti. „Á helmingi bæja var netsamband í lagi í sumum rýmum. Á tveimur bæjum var netsamband alls ekki í lagi. Myndgæði fyrir heilbrigðisskoðun í rauntíma voru að mati dýralæknis ekki í lagi á neinum af þeim 14 bæjum sem tóku þátt í heilbrigðisskoðun á rafrænan hátt.

Myndskeiðsupptökur og myndir voru hins vegar taldar í lagi á 12 bæjum af 14. Ekki náðist að ljúka heilbrigðisskoðun á fullnægjandi hátt með rafrænni heilbrigðisskoðun á neinum af þeim 14 bæjum sem tóku þátt í heilbrigðisskoðun á rafrænan hátt. Helstu ástæður voru að ekki náðist í gegnum fjarbúnað að fullvissa sig um að fullnægjandi skoðun á eitlum hefði náðst en einnig var erfitt að meta hvort hreinlæti við meðferð afurða hefði verið gætt þar sem myndskeið og myndir voru ekki af þeim gæðum að hægt væri að meta t.d. hár á skrokk.

Í samtali verkefnastjóra við dýralækninn sem framkvæmdi rafræna heilbrigðisskoðun kom fram að myndgæði og netsamband hefðu ekki verið nógu til að framkvæma heilbrigðisskoðun í rauntíma. Í þessu samhengi er rétt að taka það fram að ekki var gerð krafa á ákveðin búnað í sambandi við upptöku eða móttöku myndefnis,“ segir í samantektinni.

Tekið er fram að þar sem staðið er að framkvæmd rafrænnar heilbrigðisskoðunar í fyrsta skiptið í tilraunaverkefninu sé líklegt að eitthvað af þeim tæknilegu vandamálum sem við var að etja gætu minnkað með þeirri vitneskju sem byggst hefur upp í verkefninu og aukinni þróun í stafrænni tækni i framtíðinni.

Eðlilegt sýrustig

Í verkefninu var fylgst með eftirfarandi gæðaþáttum; sýrustigi í vöðva 24 klukkustundum eftir slátrun og örveruvexti á afurð. „Þátttakendur framkvæmdu sjálfir sýrustigsmælingar og sýnatöku til örverumælinga. Það gekk vel hjá bændum að mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar og koma þeim á rannsóknastofu innnan tilskilins tíma. Samtals voru 102 skrokkar sýrustigsmældir. Hjá sauðfé á sýrustig í vöðvunum að vera komið niður fyrir 5,8 við eðlilegar aðstæður þegar 12 - 24 klst. eru liðnar frá slátrun. Í verkefninu var meðalsýrustig 5,66 ± 0,10. Á einungis 4 bæjum voru meðaltalsgildi sýrustigs yfir 5,8.

Meðaltal heildargerla við 30 °C var 2,14 ± 0,30 Log CFU/cm2. Gildi fyrir ofan 4,3 Log CFU/cm2 telst óásættanlegt. Enginn af þeim bæjum þar sem sýni bárust á rannsóknastofu innan 24 klst. var með gildi fyrir ofan óásættanlegt gildi og 19 bæir af 23 bæjum voru með meðaltalsgildi undir 2,8 Log CFU/cm2. Meðaltal iðragerla gilda var 0,13 ± 0,12 Log CFU/cm2. Gildi fyrir ofan 1,8 Log CFU/cm2 telst óásættanlegt. Enginn af þeim bæjum þar sem sýni bárust á rannsóknastofu innan 24 klst. var fyrir ofan óásættanlegt gildi. Einungis einn bær var með gildið 1,8 Log CFU/cm2 og á 15 bæjum mældust ekki iðragerlar úr stroksýnum.,“ segir í samantekt skýrslunnar.

Markmið verkefnisins var meðal annars að leita leiða til að auðvelda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði.

Skýrsluna má nálgast hér:

Skýrsla um tilraunaverkefni

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...