Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ræða möguleg orkuskipti í dráttarvélatækni
Á faglegum nótum 21. mars 2017

Ræða möguleg orkuskipti í dráttarvélatækni

Í Bretlandi eru bændur farnir að velta töluvert fyrir sér hvort rafknúnar dráttarvélar, eða drifnar á annan vistvænan hátt, muni geta leyst dísilknúnu vélarnar af hólmi á næstu árum.
 
Bresku bændasamtökin „National Farmers Union (NFU)“ hafa ýtt undir umræðu um hvernig megi losna við kolefnismengun bæði frá landbúnaðartækjum og við flutninga á landbúnaðarvörum. Þar á bæ velta menn mjög vöngum yfir því hvaða tækni muni verða ofan á hvað þetta varðar á næstu tíu til tuttugu árum.  
 
Stór verkefni
 
Það er ekki að ástæðulausu að NFU gengst fyrir opinni umræðu um þessi mál. Á hverju ári eru seldar um 10–15 þúsund nýjar dráttarvélar í Bretlandi auk alls konar tengibúnaðar. Stöðugt er verið að innleiða tækninýjungar í þessum geira og þar á meðal tölvustýrðar dráttarvélar án ökumanna. Einnig margvíslegan skynjarabúnað til að reyna að hámarka notagildi tækjanna. Meira að segja gamli góði Land Rover Definder jeppinn er nefndur í þessu sambandi, en þar hafa menn verið að að skoða leiðir til að gera hann vistvænni, annaðhvort með rafmótorum eða sem tvinnbíl. Hugsunin er að framleiða vistvænt tæki til nota í dreifbýlinu sem jafnframt geti orðið ódýrari í rekstri. 
 
Þyngsli rafgeyma vandamál
 
Vandinn við rafvæðingu dráttarvéla er hversu mikil þyngsli og fyrirferð hefur verið í rafgeymum sem til þarf. Slíkar dráttarvélar yrðu strax til vandræða á túnum og ökrum sökum þungans, en þetta kann þó að vera að breytast. Þótt Daimler Benz hafi kynnt til sögunnar léttbyggðan Fuso-trukk sem kemst 100 km á einni rafhleðslu, þá er allt annað að aka slíkum tækjum á steyptum og malbikuðum vegum en á gljúpum túnum. Þá hefur líka verið kynnt frumútgáfa af Mercedes-Benz Urban eTruck. Hann er 26 tonn og á að komast 200 km á einni hleðslu. Er hann hugsaður til flutninga inn í borgir. 
 
Í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum hefur fyrirtækið Autonomous Tractor Corporation kynnt til sögunnar dísilrafmagns (eDrive) tvinndráttarvél. Í þeim er rafskipting og drif og rafmótorar við hvert hjól. Þessar vélar er til með ýmist 200 eða 400 hestafla drifbúnaði. Fullyrt er að þeir séu léttari en dráttarvélar með hefðbundnum vélbúnaði. Svipaður drifbúnaður hefur verið fáanlegur í jarðvinnuvélar frá Caterpillar, Komatsu og John Deere. Í raun eru þetta rafdrifnar vinnuvélar með dísilknúna ljósavél um borð. New Holland kynnti hins vegar vetnisknúna dráttarvél til sögunnar á síðasta ári. 
 
Vegna umræðu um rafvæðingu dráttarvéla var mikil eftirvænting við að John Deere kynnti hreina rafdrifna dráttarvél með rafgeymum á SIMA landbúnaðarsýningunni „Paris International Agribusiness Show“ í París sem fram fór 26. febrúar til 2. mars. 
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...