Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Púðaver með gatamynstri
Hannyrðahornið 7. ágúst 2019

Púðaver með gatamynstri

Höfundur: Handverkskúnst
Mér þykir alltaf gaman að sjá fallega púða í sófanum, hvort sem er heima eða í sumarbústað. Þetta fallega púðaver er prjónað með fallegu gatamynstri og passar fyrir púða í stærðinni 45x45 cm. 
 
Mál: 38x38 cm. Púðaverið er aðeins minna en púðinn þar sem það á að strekkjast aðeins svo að það verði fallegra.
 
Garn:
- Drops Nord: Rjómahvítur nr 01: 250 g og notið 
- Drops Kid-Silk: Rjómahvítur nr 01: 100 g 
 
Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 20 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.
Garðaprjón (prjónað í hring):
*1 umferð slétt, 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
 
 
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Aðferð: Púðaverið er prjónað í hring á hringprjón. Það er mynstur á framhlið en slétt prjón á bakhlið.
Fitjið upp 152 lykkjur með 1 þræði Nord+1 þræði Kid-Silk á hringprjón nr 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið mynstur þannig: Prjónið 3 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.2 (= 21 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 3 lykkjur brugðnar, 77 lykkjur slétt. Athuið prjónfestuna. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 37 cm – endið e.t.v. eftir eina heila mynstureiningu af A.2. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið laust af.
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman efri kantinn, kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið púða í púðaverið og saumið saman neðri kantinn.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

2 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...