Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Prjónakvöldin hafa slegið í gegn
Mynd / MHH
Fréttir 25. mars 2020

Prjónakvöldin hafa slegið í gegn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi hefur staðið fyrir prjónakvöldum þriðja fimmtudagskvöld í mánuði yfir vetrartímann, sem hafa slegið í gegn. Kvöldin eru haldin á baðstofuloftinu hjá henni í húsnæðinu þar sem hún vinnur úr íslensku ullinni með sínu starfsfólki.

„Það hefur verið prýðilega mætt á þessi prjónakvöld og þótt loftið sé lítið þá komast ansi margir þar fyrir. Það hefur reyndar verið ótrúlega oft  gul eða appelsínugul veðurviðvörun þessi fimmtudagskvöld í vetur en það hefur samt ekki dottið niður prjónakvöld út af veðri. Það hafa þá bara verið örlítið færri sem komast. Næsta prjónakvöld er einmitt 19. mars og þá verður kannski eitthvað gert í tilefni tveggja ára afmælis baðstofuloftsins,“ segir Hulda.

Á loftinu er líka verslun, sem er smá í sniðum, en þar er Hulda fyrst og fremst með garnið sitt til sölu og fleira áhugavert, sem tengist kindum eða prjónaskap.

„Ég er svo heppin með ættingja og vini að þar leynast ótalmargir handlagnir aðilar sem búa til heima hjá sér vörur sem eru í miklum gæðum og einstakar á margan hátt. Þetta get ég boðið til kaups á loftinu hjá okkur. Verslunin er opin frá 09.00 til 16.00 alla virka daga og 11 til 16.00 á laugardögum og er öllum opin sem vilja koma við og skoða eða versla,“ segir Hulda enn fremur. 

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...