Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Prjónakvöldin hafa slegið í gegn
Mynd / MHH
Fréttir 25. mars 2020

Prjónakvöldin hafa slegið í gegn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi hefur staðið fyrir prjónakvöldum þriðja fimmtudagskvöld í mánuði yfir vetrartímann, sem hafa slegið í gegn. Kvöldin eru haldin á baðstofuloftinu hjá henni í húsnæðinu þar sem hún vinnur úr íslensku ullinni með sínu starfsfólki.

„Það hefur verið prýðilega mætt á þessi prjónakvöld og þótt loftið sé lítið þá komast ansi margir þar fyrir. Það hefur reyndar verið ótrúlega oft  gul eða appelsínugul veðurviðvörun þessi fimmtudagskvöld í vetur en það hefur samt ekki dottið niður prjónakvöld út af veðri. Það hafa þá bara verið örlítið færri sem komast. Næsta prjónakvöld er einmitt 19. mars og þá verður kannski eitthvað gert í tilefni tveggja ára afmælis baðstofuloftsins,“ segir Hulda.

Á loftinu er líka verslun, sem er smá í sniðum, en þar er Hulda fyrst og fremst með garnið sitt til sölu og fleira áhugavert, sem tengist kindum eða prjónaskap.

„Ég er svo heppin með ættingja og vini að þar leynast ótalmargir handlagnir aðilar sem búa til heima hjá sér vörur sem eru í miklum gæðum og einstakar á margan hátt. Þetta get ég boðið til kaups á loftinu hjá okkur. Verslunin er opin frá 09.00 til 16.00 alla virka daga og 11 til 16.00 á laugardögum og er öllum opin sem vilja koma við og skoða eða versla,“ segir Hulda enn fremur. 

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...