Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Prjónakvöldin hafa slegið í gegn
Mynd / MHH
Fréttir 25. mars 2020

Prjónakvöldin hafa slegið í gegn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi hefur staðið fyrir prjónakvöldum þriðja fimmtudagskvöld í mánuði yfir vetrartímann, sem hafa slegið í gegn. Kvöldin eru haldin á baðstofuloftinu hjá henni í húsnæðinu þar sem hún vinnur úr íslensku ullinni með sínu starfsfólki.

„Það hefur verið prýðilega mætt á þessi prjónakvöld og þótt loftið sé lítið þá komast ansi margir þar fyrir. Það hefur reyndar verið ótrúlega oft  gul eða appelsínugul veðurviðvörun þessi fimmtudagskvöld í vetur en það hefur samt ekki dottið niður prjónakvöld út af veðri. Það hafa þá bara verið örlítið færri sem komast. Næsta prjónakvöld er einmitt 19. mars og þá verður kannski eitthvað gert í tilefni tveggja ára afmælis baðstofuloftsins,“ segir Hulda.

Á loftinu er líka verslun, sem er smá í sniðum, en þar er Hulda fyrst og fremst með garnið sitt til sölu og fleira áhugavert, sem tengist kindum eða prjónaskap.

„Ég er svo heppin með ættingja og vini að þar leynast ótalmargir handlagnir aðilar sem búa til heima hjá sér vörur sem eru í miklum gæðum og einstakar á margan hátt. Þetta get ég boðið til kaups á loftinu hjá okkur. Verslunin er opin frá 09.00 til 16.00 alla virka daga og 11 til 16.00 á laugardögum og er öllum opin sem vilja koma við og skoða eða versla,“ segir Hulda enn fremur. 

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...