Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Prjónahorn Bændablaðsins: Peysan Úlfur
Hannyrðahornið 15. september 2014

Prjónahorn Bændablaðsins: Peysan Úlfur

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Þessi peysa heitir Úlfur og birtist í síðasta Bændablaði. Höfundur er Inga Þyri Kjartansdóttir.

Stærð: 3–4 (6–7) ára.
Yfirvídd 66 (71) sm
Sídd á bol 27 (32) sm
Ermalengd 30 (33) sm
Efni: Zara Chine frá Filatura brúnt nr. 31  4 dokkur.
Prjónar Hringprjónn nr. 4, 60 sm
Sokkaprjónar nr. 4, 15 sm
Prjónafesta: 10 x 10 sm = 18 L og 29 umf
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.

Aðferð. Peysan er prjónuð í hring. Eftir stroffið er prjónað mynstur: 4 sl og 4 br í 7 umferðir, svo 2 br.umferðir. Mynstrið er endurtekið út bolinn upp að handvegi.
Ermar eru prjónaðar í hring og aukið út á undirermi um 2 L, 4 sinnum.
Gætið þess að útaukningin falli inn í mynstrið.
Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykki prjónað. Úrtaka samkvæmt leiðbeiningum upp að hálsmáli. Kragi prjónaður.

Bolur:
Fitjið upp 144 (160) L og prjónið stroff: 2 sl, 2 br í hring, 3 (5) sm.
Prjónið mynstur: *4 sl og 4 br, alls 7 umferðir, svo 2 umferðir br*.
Endurtakið *-* 7 (8) sinnum eða þar til peysan passar á barnið upp að handvegi, passið að enda á 2 umf brugðið.
Setjið 8 L á hjálparprjón undir höndum hvort sínum megin.
Geymið og prjónið því næst ermar.

Ermar:
Fitjið upp 40 (48) L á sokkaprjóna.
Prjónið stroff: 2 sl, 2 br, 4 (5) sm.
Prjónið nú mynstur, *-*, eftir fyrsta mynstrið er aukið út á undirermi um 2 L.
Á skýringarmynd sést hvernig auka skal út svo mynstrið raskist ekki.
Endurtakið útaukninguna 4 sinnum þannig að komið er heilt mynstur í viðbót í umferðina, líkt og sést á skýringarmynd. Alls eiga þá að vera 48 (56) L á prjónunum.
Þegar búið er að prjóna jafn mörg mynstur og á bolnum eru geymdar 8 L á miðri undirermi.
Gætið þess að mynstur standist á við geymdu L á bolnum þannig að það raski ekki mynstrinu þegar ermar og bolur eru sameinuð á einn prjón.
Prjónið hina ermina eins.

Axlarstykki:
Sameinið á einn hringprjón framstykki 64 (72) L, ermi 40 (48) L, bakstykki 64 (72) L og ermi 40 (48) L.
Prjónið mynstur áfram í hring, 14 (23) umferðir.
Þá er komið að úrtöku:
Í næstu umferð eru teknar saman 2 L í miðjunni á brugðnu lykkjunum, samtals 26 (30) L teknar út. 
Prjónið áfram mynstur 5 umferðir og endið á 2 brugðnum umf, í næstu umf takið saman 2 L í miðju sl lykkjanna 4.
Prjónið 4 mynsturumferðir og í þeirri fjórðu eru teknar saman 2 L í hverju mynstri, í brugðnu L.
Prjónið 3 umf, í þeirri þriðju eru 2 L teknar saman í sl lykkjum í mynstrinu.
Prjónið nú 2 sl umferðir og 2 br umferðir.
Prjónið nú 1 umferð sl og takið saman tvær og tvær L út umferðina.
Prjónið nú stroff 1 sl og 1 br yfir 6 (8) umferðir en það er hálsmálið.
Nú er aukið út í hverri lykkju og prjónað stroff 2 sl og 2 br (kragi) 10 (14) umferðir.

Frágangur
Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið. Leggið slétt á handklæði til þerris.

2 myndir:

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...