Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Prjónahorn Bændablaðsins: Peysan Úlfur
Hannyrðahornið 15. september 2014

Prjónahorn Bændablaðsins: Peysan Úlfur

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Þessi peysa heitir Úlfur og birtist í síðasta Bændablaði. Höfundur er Inga Þyri Kjartansdóttir.

Stærð: 3–4 (6–7) ára.
Yfirvídd 66 (71) sm
Sídd á bol 27 (32) sm
Ermalengd 30 (33) sm
Efni: Zara Chine frá Filatura brúnt nr. 31  4 dokkur.
Prjónar Hringprjónn nr. 4, 60 sm
Sokkaprjónar nr. 4, 15 sm
Prjónafesta: 10 x 10 sm = 18 L og 29 umf
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.

Aðferð. Peysan er prjónuð í hring. Eftir stroffið er prjónað mynstur: 4 sl og 4 br í 7 umferðir, svo 2 br.umferðir. Mynstrið er endurtekið út bolinn upp að handvegi.
Ermar eru prjónaðar í hring og aukið út á undirermi um 2 L, 4 sinnum.
Gætið þess að útaukningin falli inn í mynstrið.
Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykki prjónað. Úrtaka samkvæmt leiðbeiningum upp að hálsmáli. Kragi prjónaður.

Bolur:
Fitjið upp 144 (160) L og prjónið stroff: 2 sl, 2 br í hring, 3 (5) sm.
Prjónið mynstur: *4 sl og 4 br, alls 7 umferðir, svo 2 umferðir br*.
Endurtakið *-* 7 (8) sinnum eða þar til peysan passar á barnið upp að handvegi, passið að enda á 2 umf brugðið.
Setjið 8 L á hjálparprjón undir höndum hvort sínum megin.
Geymið og prjónið því næst ermar.

Ermar:
Fitjið upp 40 (48) L á sokkaprjóna.
Prjónið stroff: 2 sl, 2 br, 4 (5) sm.
Prjónið nú mynstur, *-*, eftir fyrsta mynstrið er aukið út á undirermi um 2 L.
Á skýringarmynd sést hvernig auka skal út svo mynstrið raskist ekki.
Endurtakið útaukninguna 4 sinnum þannig að komið er heilt mynstur í viðbót í umferðina, líkt og sést á skýringarmynd. Alls eiga þá að vera 48 (56) L á prjónunum.
Þegar búið er að prjóna jafn mörg mynstur og á bolnum eru geymdar 8 L á miðri undirermi.
Gætið þess að mynstur standist á við geymdu L á bolnum þannig að það raski ekki mynstrinu þegar ermar og bolur eru sameinuð á einn prjón.
Prjónið hina ermina eins.

Axlarstykki:
Sameinið á einn hringprjón framstykki 64 (72) L, ermi 40 (48) L, bakstykki 64 (72) L og ermi 40 (48) L.
Prjónið mynstur áfram í hring, 14 (23) umferðir.
Þá er komið að úrtöku:
Í næstu umferð eru teknar saman 2 L í miðjunni á brugðnu lykkjunum, samtals 26 (30) L teknar út. 
Prjónið áfram mynstur 5 umferðir og endið á 2 brugðnum umf, í næstu umf takið saman 2 L í miðju sl lykkjanna 4.
Prjónið 4 mynsturumferðir og í þeirri fjórðu eru teknar saman 2 L í hverju mynstri, í brugðnu L.
Prjónið 3 umf, í þeirri þriðju eru 2 L teknar saman í sl lykkjum í mynstrinu.
Prjónið nú 2 sl umferðir og 2 br umferðir.
Prjónið nú 1 umferð sl og takið saman tvær og tvær L út umferðina.
Prjónið nú stroff 1 sl og 1 br yfir 6 (8) umferðir en það er hálsmálið.
Nú er aukið út í hverri lykkju og prjónað stroff 2 sl og 2 br (kragi) 10 (14) umferðir.

Frágangur
Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið. Leggið slétt á handklæði til þerris.

2 myndir:

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...