Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lesendarýni 26. mars 2019
Landbúnaðarráðherra hefur nú kynnt frumvarp sitt um innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Að öllu óbreyttu mun það taka gildi 1. september nk. Frumvarpið er viðbrögð stjórnvalda við dómi EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands þess efnis að íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutning á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins.
Birgir Þórarinsson.
Hér er á ferðinni stórmál sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir búfjárstofna okkar og þar með okkar hreina landbúnað, auk þess sem málið varðar lýðheilsu landsmanna. Forsaga málsins lýtur að matvælalöggjöf ESB sem var tekin upp í EES-samninginn árið 2007 en lögfest tveimur árum síðar með aukaákvæði um frystiskyldu. Ljóst má vera að í aðdraganda þess sváfu stjórnvöld á verðinum og hefðu átt að halda sérstöðu okkar á lofti með kröftugum hætti. Bændasamtökin hafa ályktað á þann veg að frumvarpið sé fullkomin uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar og skal hér tekið undir það.
Slök hagsmunagæsla ríkisstjórnarinnar
Á Alþingi í síðustu viku spurði ég utanríkisráðherra hvort hann hafi beitt sér pólitískt í málinu á vettvangi ESB. Kvaðst hann hafa hringt í utanríkismálastjóra ESB. Fyrir litla eyþjóð eins og Ísland eru hagsmunir málsins miklu stærri en svo að eitt símtal dugi til og verður þetta að teljast fremur slök hagsmunagæsla. Einnig spurði ég ráðherra hvort að málið hafi verið tekið upp í sameiginlegu EES-nefndinni en þar skal ræða deilumál sem geta komið upp í framkvæmd samningsins. Ráðherra svaraði spurningunni ekki enda veit hann sem er að málið hefur ekki verið rætt á vettvangi nefndarinnar og verður það að teljast einkennilegt.
Að hálfu ESB er þetta mál rekið af öflugustu hagsmunaklíkunni innan Evrópusambandsins, embættismönnum landbúnaðarmála ESB. Ríkisstjórnin verður að setja allt sitt pólitíska vægi í málið. Forsætisráðherra verður að funda hið fyrsta með Jean Claude Junker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og óska eftir því að sérstaða Íslands verði viðurkennd. Annað væri uppgjöf.
Landhelgisdeilan við Breta og kjötmálið
Í landhelgisdeilunni við Breta lögðum við fram veigamikil gögn sem studdu okkar málstað. Gögn eins og skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ofveiði. Rökin voru okkar megin og við náðum að lokum sigri gegn heimsveldi. Hið sama á við í þessu máli. Sérstaða okkar er ótvíræð. Íslenskir búfjárstofnar hafa verið einangraðir um aldir og hafa aldrei komist í snertingu við smitefni margra búfjárstofna, sem eru landlægir í Evrópu og víðar. Rökin eru okkar megin.
Hagnýting náttúruauðlinda í landbúnaði byggist á þekkingu rétt eins og hagnýting náttúruauðlinda í sjávarútvegi.
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði í landhelgismálinu að samkomulag væri útilokað nema litið yrði með fyllstu sanngirni á aðstæður okkar. – Orð sem eiga sannarlega við í þessu máli.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Fréttir 6. desember 2024
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...
Fréttir 6. desember 2024
Lök kornuppskera á landinu
Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...
Fréttir 5. desember 2024
Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...
Fréttir 5. desember 2024
Skrásetja sögu brautryðjenda
Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...
Fréttir 5. desember 2024
Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...
Fréttir 5. desember 2024
Áfrýjar dómi
Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...
Fréttir 5. desember 2024
Fuglaflensa á íslensku búi
Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...
Fréttir 5. desember 2024
Mismunur bændum í óhag
Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...
6. desember 2024
Lök kornuppskera á landinu
6. desember 2024
Breytingar
5. desember 2024
Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
5. desember 2024
Mismunur bændum í óhag
6. desember 2024