Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Plöntuspjall að vori
Skoðun 25. maí 2016

Plöntuspjall að vori

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í indversku spekiritunum Rig Veda segir að maðurinn hafi lært að þekkja ætar plöntur frá eitruðum með því að fylgjast með fæðuvali grasbíta. Síðan hefur hann lært að rækta og kynbæta plöntur til að fullnægja þörfum sínum.

Á miðöldum var lækningajurtum safnað úti í náttúrunni af grasalæknum og þær voru ræktaðar í klausturgörðum. Munkar og grasalæknar sáu um að líkna sjúkum og græða sár með jurtalyfjum og smyrslum.

Jurtalyf hafa ekki eingöngu verið notuð til lækninga, þau geta líka verið sterkt eitur, og á tímum Grikkja og Rómverja voru þau talsvert notuð til að ryðja pólitískum keppinautum úr vegi. Frú Lacusta, eitursérfræðingur Neró keisara, var einstaklega lagin við það og aðstoðaði hún hann í valdabaráttunni með því að eitra fyrir andstæðingum hans.

Sedrusviðurinn naut á sínum tíma átrúnaðar kristinna manna, gyðinga og múslíma, þótt hver hefði sína ástæðu. Fíkjutré eru álitin heilög af búddistum vegna þess að Siddharta Gautama öðlaðist nirvana undir einu slíku. Hindúar trúa því að guðinn Brahna hafi breyst í fíkjutré og hver man ekki eftir fíkjutrénu í aldingarðinum Eden þar sem það þjónaði sem klæðaskápur Evu.

Helgileikir í tengslum við árstíðir og uppskeru eru oft tengdir hlutum úr tré, þekkt dæmi um þetta eru jólatré og maísstöngin. Fyrir tíma kristninnar þekktist það í Norður-Evrópu að unglingar færu út í skóg og kæmu til baka með skreyttar trjágreinar, reðurtákn – tákn frjósemi – sem síðan var dansað kringum.

Í kristni eru plöntur notaðar sem tákn og Jesú notaði þær oft í dæmisögum sínum. Fífillinn er bitur á bragðið og táknar pínu Krists og krossfestinguna. Samkvæmt helgisögninni var krossinn smíðaður úr ösp og þess vegna skjálfa lauf asparinnar án afláts. Rósir eru tákn Krists og María guðsmóðir var kölluð rós án þyrna vegna þess að hún var talin syndlaus. En kristnir menn hafa ekki alltaf verið jafn sáttir við rósir.

Rómverjar litu á rósina sem merki um sigur og hún var tákn ástargyðjunnar Venusar. Rósin var eftirlætisblóm keisarans í Róm og heiðins háaðals og hafði táknrænt gildi í svallveislum Rómverja.
Í sveitahéraði einu á Ítalíu fer fullorðinsvígsla unglinga fram með þeim hætti að afi og amma unglingsins velja ungt tré og kljúfa stofn þess.

Unglingurinn smeygir sér síðan nakinn gegnum tréð, rétt eins og hann sé að fæðast aftur, en að þessu sinni er unglingurinn að fæðast inn í heim hinna fullorðnu. Síðan er tréð bundið saman eins og um ágræðslu sé að ræða, unglingurinn og tréð halda svo áfram að vaxa og þroskast saman.

Forn-Grikkir töldu að Adonis hefði fæðst af mytrustré og að börkur þess hafi rifnað eftir tíu mánaða meðgöngu. Alexander mikli á að hafa komið að talandi tré í einni herferð sinni, tréð ávítaði hann fyrir valdagræðgi og spáði fyrir um dauða hans í ókunnu landi.

Askurinn er heimstréð í norrænni goðafræði. Óðinn hékk níu nætur í tré til að öðlast visku og Adam og Eva borðuðu af skilningstrénu og voru rekin úr paradís fyrir vikið. Í norrænni goðafræði eru dæmi þess að menn hafi blótað tré og lundi í tengslum við Freysdýrkun.

Skylt efni: Stekkur | plöntur | VOR

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...