Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ágústa Harðardóttir var að tína rusl við veginn á móts við Vallahverfið í Hafnarfirði ásamt vinkonum sínum, þeim Sesselíu og Björgu.
Ágústa Harðardóttir var að tína rusl við veginn á móts við Vallahverfið í Hafnarfirði ásamt vinkonum sínum, þeim Sesselíu og Björgu.
Öryggi, heilsa og umhverfi 14. maí 2019

Mikilvægt framtak fórnfúsra sjálfboðaliða sem brýnt er að styðja

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Sunnudaginn 28. apríl var stóri plokkaradagurinn. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki einn af þátttakendum í þessum góða hópi fólks sem var að fegra meðfram Reykjanesbrautinni þegar ég átti þar leið um. 
 
Einfaldlega hafði þetta átak einhvern veginn alveg farið framhjá mér, en þegar ég ók Reykjanesbrautina sá ég víða í vegköntunum fólk vera að tína rusl. Ég stoppaði á móts við Vallahverfið í Hafnarfirði og spjallaði við Ágústu Harðardóttur sem var að tína rusl við veginn ásamt vinkonum sínum, þeim Sesselíu og Björgu.
 
Yfir 10 stórir ruslapokar á tveim tímum
 
Það fer ekki framhjá neinum sem gengur meðfram Reykjanesbrautinni magnið af ruslinu í vegköntunum og nærumhverfi brautarinnar á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbrautar. Áberandi verst ásýndarlega séð hefur þetta verið frá Kaplakrika að álverinu einhverra hluta vegna, en einmitt á þessum kafla taldi ég yfir tuttugu manns að plokka rusl. Þegar ég gekk niður í hraunið í vegkantinum til að ræða við Ágústu sá ég að nánast alls staðar við alla steina og í gjótum var rusl, enda sagði Ágústa mér að þær vinkonurnar þrjár væru búnar að fylla yfir 10 stóra ruslapoka á um tveim tímum og mér sýndist mikið vera eftir sem mundi fylla nokkra pokana í viðbót.
 
Fær skammarlega litla umfjöllun
 
Miðað við magn af rusli og að allir eru sammála um að fegra umhverfið, tína rusl, taka til eða gróðursetja tré og plöntur fær svona fórnfýsi og sjálfboðavinna of litla umfjöllun í fjölmiðlum og of lítið hól frá sveitarstjórnum og öðrum ráðamönnum fyrirtækja. Nokkrum sinnum hefur verið fjallað um verðlaun fyrir umhverfismál og ég er ekkert að leyna þeirri skoðun minni að þegar verið er að verðlauna einhverja þjóðgarðsverði fyrir það eitt að vinna vinnuna sína að mestu við skrifborð finnst mér það frekar hégómleg athöfn, nær væri að verðlauna plokkara og aðra sem fara á staðinn og vinna verkið, meindýraeyðinn sem drepur minkinn sem eyðir öllu fuglalífi eða verkmanninn sem gróðursetur trjáplöntur og kolefnisjafnar landsmenn.
 
Of lítill stuðningur við jákvæð verkefni
 
Græni herinn hefur unnið gott starf og fengið umbun fyrir vel unnin störf við hreinsun á fjörum við strandlengjuna. Ein er sú stétt manna sem mér hefur alltaf fundist mega fá meira þakklæti fyrir sín störf en það eru meindýraveiðimenn. Áður hef ég nefnt það í þessum pistlum að stærsta umhverfisslys Íslandssögunnar var þegar minkurinn slapp út í íslenska náttúru. Sennilega eru minkaveiðar með erfiðari vinnu sem hægt er að vinna, kostnaður við hundahald mikill og langir vinnudagar. Árangurinn af góðri minkaveiði er sennilega best sjáanlegur í Þingeyjarsýslum með miklu sjáanlegu fuglalífi sem er afrakstur þriggja eldri borgara í Þingeyjarsýslum. Mér vitanlega hafa þessir menn ekki fengið nein verðlaun fyrir sinn hlut í fjölskrúðugu fuglalífi sýslunnar.
 
Mörg þúsund manns skoða snappið hjá Varginum
 
Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef eru mörg þúsund manns sem reglulega skoða snappið hjá snappara á Snæfellsnesi sem kallar sig Vargurinn. Sjálfur hef ég gaman af veiðiaðferðum hans og dáist að manninum og hans vinnu. Við hvern dauðan mink tel ég hann vera að bjarga mörgum fuglum eða fiskum og í leiðinni skapar hann lífsvon fugla og fiska. Á Facebook-síðu þar sem veiðimenn deila veiðisögum og skoðunum hefur mér fundist óeðlilega mikið af sögum af refadrápi síðastliðið ár, sem bendir til þess að refastofninn sé of stór. Stór refastofn heggur of stórt skarð í fuglalíf og þarf nauðsynlega að fækka ref töluvert til að ná jafnvægi í náttúruna samanber að á Reykjanesskaganum er svo mikið af ref að varla sést nokkurtmófuglalíf þar lengur á stöðum eins og til dæmis í Heiðmörkinni upp af Reykjavík.

Skylt efni: plokk | rusl | mengun | náttúran

Að fara aðeins hægar í umferðinni er sumum erfitt
Öryggi, heilsa og umhverfi 7. júní 2022

Að fara aðeins hægar í umferðinni er sumum erfitt

Það er viss ánægja að keyra í lok maí framhjá bílflökunum fyrir ofan Draugahlíð ...

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri
Öryggi, heilsa og umhverfi 5. maí 2022

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri

Fyrstu daga apríl mátti sjá í ýmsum bæjarfélögum vélsópa þrífa með kantsteinum, ...

Árlegur vordekkjapistill
Öryggi, heilsa og umhverfi 13. apríl 2022

Árlegur vordekkjapistill

Í gegnum árin hef ég verið nei­kvæður út í stórar felgur og lág dekk undir bílum...

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum
Öryggi, heilsa og umhverfi 16. mars 2022

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum

Þeir sem hafa það að atvinnu að selja og gera við hjólbarða eru inni í miðju árl...

Vindkæling er lúmskari en margan grunar
Öryggi, heilsa og umhverfi 8. mars 2022

Vindkæling er lúmskari en margan grunar

Með hækkandi sól og lengri dagsbirtu er gaman að stunda ýmiss konar útivist. All...

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður
Öryggi, heilsa og umhverfi 22. febrúar 2022

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður

Í byrjun árs hér í þessum pistlum hef ég nokkrum sinnum vitnað til góðs árangurs...

Erfitt að sleppa
Öryggi, heilsa og umhverfi 31. janúar 2022

Erfitt að sleppa

Í síðasta pistli hér skrifaði ég um hvernig ég reyndi að sleppa við að smitast a...

Of mikið af neikvæðum fréttum
Öryggi, heilsa og umhverfi 20. janúar 2022

Of mikið af neikvæðum fréttum

Í byrjun árs hafa Íslendingar almennt verið bjartsýnir og jákvæðir fyrir komandi...