Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Opið bréf til Davíðs Herbertssonar
Lesendarýni 16. maí 2017

Opið bréf til Davíðs Herbertssonar

Höfundur: Guðríður B. Helgadóttir
Sæll og blessaður, Davíð Herbertsson, og þakka þér innilega fyrir bráðskemmtilegt bréf sem ég var að lesa (í Bændablaðinu þ. 27. apr.)  Það er svo miklu meira gaman að sjá að einhver les og vill ræða málin, eða svara þegar fólki finnst að sér vegið. 
 
Reyndar verð ég að byrja á því að segja að það var og er fjarri mér að vera með nokkrar aðdróttanir að þér persónulega, né draga í efa að bæði þú og margir aðrir fjárbændur, gerið allt ykkar besta til að fara vel með fénað og fóður, sem að sjálfsögðu er til bóta fyrir skepnuna, en kemur ekki í veg fyrir orsök og afleiðingu þess að vetrarrýja féð.
 
Guðríður B. Helgadóttir.
Þessi brenglaði ofgnótta og sóunar  hugsunarháttur nútímans, að vilja helst leggja niður landbúnað og byggð í sveitum, þekkir ekki muninn á raunverulegum verðmætum og LÍFSNAUÐSYNJUM, eða hvað það er sem gerir gæfumuninn þegar á reynir og í nauðirnar rekur. Þær öfugmæla aðstæður sem nútíminn hefur skapað og úthlutað sauðfjárræktinni, hafa sett hana út í horn, sem afætur þjóðfélagsins, styrkþega og óþurftar atvinnugrein. Skilur ekki gildi hennar í fæðu- og klæðaöflun breytilegra tíma, né samfélagslega ábyrgð þess að byggja mannvænt þjóðfélag af menningarlegri reisn þekkingar og reynslu. 
 
Ég veit ekki hvort þú hefur líka lesið það sem ég hef áður skrifað um ullina og sent þessu blaði. En þar hef ég verið að reyna að vekja athygli á, að nútíma rúningsvenjur eru að eyðileggja og útrýma þelinu, dýrmætasta hluta ullarinnar, lífgjafa þessarar þjóðar um aldir og sérstöðu íslensku sauðkindarinnar á heimsmælikvarða. Merkilegt að það tók ekki nema hálfa mannsævi að aftengja þá þekkingu og hugsun úr þjóðarvitundinni. Ef til vill varla von að þeir sem aldrei hafa séð eðlilegt vorrúið reyfi af vel fóðraðri kind, viti hvernig það lítur út, eða hvað svona 96 ára gamlingjar eru að tala um. En af því ég nýt þeirra foréttinda að hafa lifað atvinnuþróun heillar aldar og tekið virkan þátt í þeirri nýsköpun til sjávar og sveita, þá þekki ég af eigin raun þessar stökkbreytingar. Þar á meðal vinnslu og notkun ullarinnar. 
 
Það er mikill skaði að glutra niður þeim verðmætum sem felast í þelinu. Þess vegna tel ég það skyldu mína að reyna að vara við þeirri hættu og koma því á framfæri við þá sem enn gæti verið lag að vekja til umhugsunar og úrbóta. Gæti líka verið gagnlegt og gaman að ræða margbreytilega möguleika í framtíð sauðfjárbúskapar, samhliða ferðaþjónustuatvinnuvegi í uppbyggingu. Þar er að mörgu að hyggja í sambandi við matvælaframleiðsluna og afþreyingu. Og ekki eru nú fætur ferðamanna léttstígari á viðkvæmum stöðum sem verja þarf ágangi. Né spörðin þrifalegri á húsahlöðum landsmanna. Þess vegna sýnist mér að mikil þörf sé enn og aftur fyrir sem skýrasta og óbrenglaðasta hugsun og fyrirhyggju. Og veitir ekkert af að minna öðru hvoru á það.  
 
En þetta með nýyrðin og íslenskuna væri svo miklu meira gaman að ræða við þig persónulega og orði til orðs. Samt hvorki mannsber né berjúgra, hvað þá mannsberjúgra, það mundi ég ekki taka í mál.  Að fá svo vísur eins og rúsínur í enda bréfs, var líka alveg svarbréfs og þakka skylda.  Ég kann reyndar aðra vísu, allt of líka annarri þinni. En hana ræði ég ekki né hef yfir á almannafæri nema við vissar aðstæður.
 
Gleður auga og léttir lund, 
lítil vísa, stuðlum skreytt. 
Því er eftir þennan fund, 
þögnin mælsk og kyrrðin breytt. 
 
Ef að brenglast orðarugl, 
oft er best að segja fátt. 
Önnur vísan erfitt þrugl, 
eldri gerðin varla sátt. 
 
Því ég enda þetta bréf, 
þakka vökult málaskraf. 
Áfram gæti annað skref, 
okkur leitt á visku haf.
 
Með kveðju.
Guðríður B. Helgadóttir
Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...