Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Fréttir 26. september 2017

Ólögleg verslun með sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræða um ólöglega verslun með dýr, egg eða hluta af dýrum er reglulega í umræðunni og ekki veitir af. Minna fer fyrir umræðunni um ólöglega verslun með plöntur.

Fyrr í sumar var maður stoppaður á Seyðisfirði þar sem hann var á leiðinni úr landi með talsvert af eggjum sem búið var að blása úr og átti að selja til safnara erlendis. Á hverju ári er sagt frá barbarískri slátrun nashyrninga og fíla vegna nashyrningshorna og fílabeins í þeim tilgangi að herða slátur getulausra karlmanna og til að búa til skrautmuni.

Smygl á skinnum tígrisdýra og skjaldbökum er fréttnæmt en minna fer um fréttir af ólögri verslun með sjaldgæfar og villtar plöntur í útrýmingarhættu.

Safnarar eru ekki síður reiðubúnir til að borga stórfé fyrir sjaldgæfar plöntur en aðra náttúrumuni. Sjaldgæfum plöntum er safnað á friðlöndum og þær sendar kaupendum í misgóðu ástandi. Stundum eru þær rifnar upp með rót og þannig unnar varanlegar skemmdir á plöntunni og hún fjarlægð úr sínum náttúrulegu heimkynnum.

Margar af þessum plöntum, eins og brönugrös, kaktusar og kögurpálmar, þurfa sérhæft búsvæði til að lifa og dafna og eiga því ekki möguleika á að lifa af annars staðar nema þar sem kjörlendi þeirra er endurskapað af kunnáttufólki. Slíkar aðstæður er hægt að skapa í opinberum grasagörðum með sérhæft starfsfólk sem vinnur að því að varðveita sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu en ekki plöntusöfnum einstaklinga sem vilja skreyta sig með sjaldgæfum náttúrugripum.

Eitt af þeim vandamálum sem er við að eiga í sambandi við ólöglega verslun með plöntur er að plöntuþekking er oft af skornum skammti. Lítið mál er að falsa tollskjöl og heilbrigðisvottorð fyrir plöntur þar sem tollverðir og aðrir sem með flutning þeirra hafa að gera þekkja oft ekki ólöglegar plöntur frá löglegum.
 

Skylt efni: plöntur | ólögleg verslun

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...