Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Öflugur landbúnaður er allra hagur
Lesendarýni 25. nóvember 2015

Öflugur landbúnaður er allra hagur

Höfundur: Katrín Jakobsdóttir
Vinstrihreyfingin - grænt framboð samþykkti á landsfundi sínum nú í október metnaðarfulla landbúnaðarstefnu.  Hún byggist á því að innlendur landbúnaður sé grunnþáttur í því að byggja sjálfbært samfélag á Íslandi, að þjóðin verði sjálfri sér næg um matvæli eins og aðstæður leyfa og að Íslendingar verði áfram í fararbroddi þegar kemur að matvælaframleiðslu.
 
Katrín Jakobsdóttir.
Innlendur landbúnaður snýst um að auka lífsgæði allra landsmanna og tryggja fjölbreytt búsetuskilyrði fyrir alla enda myndu fæstir vilja vera án íslenskra landbúnaðarafurða. Besta leiðin til að efla byggðahlutverk landbúnaðarins er að styrkja nýsköpun og skapa ný verðmæti og fjölbreytt störf um land allt.
 
Mikilvægt er að landbúnaðurinn og önnur landnýting þróist í sátt við umhverfið á grundvelli sjálfbærrar þróunar í búskaparháttum og góður aðbúnaður búfjár verði ávallt í öndvegi. 
 
Menntun og rannsóknir undirstaða framþróunar landbúnaðar
 
Blikur hafa verið á lofti hvað varðar menntun á sviði landbúnaðar, bæði á framhalds- og háskólastigi. Ekki má gleyma að menntun og rannsóknir eru undirstaða framþróunar og nýsköpunar í öllum atvinnuvegum. Þar er landbúnaður ekki undanskilinn. Íslendingar búa vel að því að eiga öfluga háskóla og rannsóknarstofnanir sem hafa sinnt þessu fagsviði. Full ástæða er til að styrkja starf þeirra enn frekar.
Tryggja og efla þarf fjölbreytt framboð á starfsmenntun í búfræði, garðyrkju sem og öfluga háskólamenntun á sviði landbúnaðar. Efla þarf samstarf  landbúnaðarháskólana við  aðrar háskólastofnanir. 
 
Þá þarf að tryggja öflugar grunn- og þróunarrannsóknir í landbúnaði. Landbúnaðarrannsóknir standa nú þegar framarlega í flokki í íslensku fræðasamfélagi. Mikilvægt er að skoða hvort sameina eigi sjóði sem sinnt hafa einstökum atvinnugreinum og setja atvinnuvegarannsóknir undir einn hatt. Um leið myndu möguleikar aukast á þverfaglegum rannsóknum. 
 
Land og jarðvegur eru auðlindir sem Íslendingar eiga í ríkum mæli. Það er samfélagsleg skylda að landnýting sé með sjálfbærum hætti. Skipuleg skráning ræktaðs og ræktanlegs lands þarf að fara fram í verndarskyni.  Hefja þarf vinnu við rammaáætlun um landnýtingu auk þess sem virk beitarstjórnun, sjálfbærni og náttúruvernd verði þar lykilþættir.
 
Koma verður í veg fyrir óeðlilega samþjöppun í landbúnaði, t.d. með því að setja ákveðnar hömlur á eignarhald stórra lögaðila á mörgum jörðum, en um leið varast þá þróun að landinu sé skipt upp í smáskammta í tengslum við frístundabyggð og áhugabúskap. Ríkið hætti við sölu á ríkisjörðum í fullum rekstri en leigi þær frekar til þeirra sem hafa áhuga á að starfa við landbúnað. Þá þarf að setja viðmið um hámarkshlut einstakra aðila af heildarframleiðslurétti eða -magni innan búgreina sem njóta ríkisstuðnings. Jafnframt verði réttur til framleiðslustuðnings bundinn við búsetu á lögbýlum en ekki aðeins eignarhald.
 
Stuðningur við landbúnaðinn og markaðssetning landbúnaðarvöru
 
Mikilvægt er að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisstuðnings er að tryggja neytendum góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Eðlilegt er að viðhalda framleiðslustyrkjum til að uppfylla neysluþörf á innanlandsmarkaði en breyta þarf hluta þeirra í fjárfestingastyrki svo bændur geti byggt upp og þróað framleiðslu sína. Styrkir þurfa að renna til þeirra sem standast gæðakröfur. 
 
Tryggja þarf að garðyrkjubændur sem nýta raforku fái orkuna á sam­bærilegu verði og aðrir stórkaupendur. Þeim verði þannig auðveldað að auka markaðshlutdeild sína á innlendum markaði og eftir atvikum flytja út afurðir sínar. Tímabært er að auka hlut innlendrar endurnýjanlegrar orku í landbúnaði.
 
Landbúnaðurinn gegnir lykilhlutverki í því grundvallarverkefni að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum og í því skyni þarf að standa vörð um íslenska búfjárstofna og flóru. Íslensk fána og flóra njóti alltaf vafans þegar taka á afstöðu til innflutnings. Takmarka þarf notkun eiturefna í landbúnaði eins og kostur er og allur íslenskur landbúnaður þarf að standast strangar gæðakröfur. Uppfylla þarf óskir og þarfir neytenda lífrænna landbúnaðarafurða og efla þarf stuðning við framleiðslu þeirra.
 
Upprunamerking er mikilvæg í markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða og í öflugri neytendavernd. Því er mikilvægt að setja skýr lög um upprunamerkingu landbúnaðarvara. Regluverkið þarf að eiga bæði við framleiðendur, vinnslustöðvar og smásölu. Tryggja þarf fullnægjandi merkingar á afurðum og aðföngum, innlendum jafnt sem innfluttum, m.t.t. notkunar erfðabreyttra lífvera við framleiðsluna.
 
Íslensk matvæli hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að markaðssetningu Íslands og ímynd  þjóðar. Ferðamálastefnu þarf að tengja innlendri matvælaframleiðslu með styrkari hætti og sérstaklega við svæðisbundna matvælaframleiðslu. Þar hefur þegar verið unnið gott starf með bændamörkuðum um land allt og margs konar nýsköpun. Þar kemur bændastéttin sterk inn með reynslu sína, þekkingu og framsýni.
 
Katrín Jakobsdóttir
Formaður Vinstrihreyfingar­innar - græns framboðs

1 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...