Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga á Akureyri: „Ég er þeirrar skoðunar að skógræktarmenn þurfi verulega að láta sig varða stöðu plöntuframleiðenda, standa við bakið á þeim sem kunna að framleiða góðar plöntur og standa sig ár frá ári við að a
Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga á Akureyri: „Ég er þeirrar skoðunar að skógræktarmenn þurfi verulega að láta sig varða stöðu plöntuframleiðenda, standa við bakið á þeim sem kunna að framleiða góðar plöntur og standa sig ár frá ári við að a
Mynd / MÞÞ
Líf&Starf 8. júní 2017

Of stuttur samningstími og mikið flækjustig

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Staðan er sú að við erum orðin mjög fá sem stundum þessa ræktun. Hún krefst talsverðrar sérhæfingar og þekkingar, en margt í umhverfinu er alls ekki hvetjandi,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga á Akureyri.
 
Í því sambandi nefnir hún stuttan samningstíma og mikið flækjustig þegar kemur að tegundum, afbrigðum, kvæmum og bakkagerðum. „Það gerir okkur erfitt fyrir að stýra ræktuninni,“ segir hún. „Auðvitað gerir maður sér vonir um að ný stofnun samhæfi óskir um kvæmi og plöntugerðir, en það á eftir að koma í ljós.“
 
Óvissa er slítandi
 
„Við skógarplöntuframleiðendur búum við mikla óvissu og það er vissulega slítandi, kemur í veg fyrir að við getum gert áætlanir til lengri tíma litið. Við hér í Sólskógum höfum lagt metnað okkar í að standa við okkar hlut og ég veit að það á við um aðra framleiðendur líka,“ segir Katrín. 
 
Hún segir að á sama tíma sé einnig vöxtur í annarri framleiðslu fyrirtækisins, svo sem sumarblómaframleiðslu, og því standi menn sífellt frammi fyrir vali um hvert skuli stefna, hvar framtíðin í framleiðslunni liggi.
 
Viljum ekki að þekkingin glatist
 
Katrín segir að Sólskógar ásamt Skógræktarfélagi Eyfirðinga haldi í ár upp á að 70 ár eru frá því byrjað var að rækta plöntur í Kjarna. Á þeim tíma hefðu skógræktarmenn vitað að undirstaða þess að rækta skóg væri að hafa aðgang að plöntum. „Það hefur ekki breyst. Ég er þeirrar skoðunar að skógræktarmenn þurfi verulega að láta sig varða stöðu plöntuframleiðenda, standa við bakið á þeim sem kunna að framleiða góðar plöntur og standa sig ár frá ári við að afhenda gæðavöru. Við viljum ekki að sú þekking glatist. 
 
Yfirvöld verða einnig að gæta að því að endalaust tal um aukna skógrækt en engar efndir, er ekki til þess fallið að byggja upp traust til framtíðar. Nú verða stjórnvöld að láta verkin tala vilji þau halda þeirri þekkingu, sem byggst hefur upp, lifandi,“ segir Katrín. 
 
Undanfarin ár hefur aukning verið í framleiðslu sumarblóma og segir Katrín að menn standi sífellt frammi fyrir vali um hvert skuli stefna, hvar framtíðin í framleiðslunni liggi.

Skylt efni: Sólskógar

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...