Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dacia Sandero 90 hestafla bensínbíll.
Dacia Sandero 90 hestafla bensínbíll.
Mynd / HJL
Á faglegum nótum 1. ágúst 2018

Ódýr bíll miðað við stærð

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir nokkru ók ég fram hjá BL og sá þar þrjá nýja, mismunandi á litinn, Dacia bíla sem ég hafði ekki prófað. Bíllinn er frá Rúmeníu og heitir Dacia Sandero og búinn til í samvinnu Reunault og Dacia. 
 
Verðið á bílnum er undir tveim milljónum og fer hann þá í ódýrasta flokk bíla sem oftast eru smæstu bílarnir, en Sandero er aðeins stærri en smæstu bílarnir og er í raun einum flokki ofar hvað stærð varðar miðað við verð. Til að komast að því hvers vegna bíllinn er svona ódýr miðað við stærð var ekkert annað að gera en að prófa gripinn.
 
Vélin ekki nema 900 cc en skilar góðum krafti
 
Strax og ég settist inn í bílinn varð ég þess áskynja að maður fær það sem maður borgar fyrir, engin aksturstölva er í bílnum sem segir til um hita á olíu og vatni, ekki eyðslumæling sem segir til um bensíneyðslu og meðaleyðslu, né hvað maður kemst langt á því eldsneyti sem á tanknum er. Hliðarspeglar stilltir með handafli inni í bílnum á gamla mátann, ekki hiti í sætum og ekki hraðastillir (cruise control). Sem sagt, þarna er kominn stór hluti af svarinu hvers vegna bíllinn er svona ódýr.
 
Að keyra bílinn er ágætt, sætin þægileg og fótapláss gott. Bíllinn er fimm gíra og vinnur ágætlega miðað við að bensínvélin er ekki nema 900 cc. og á að skila 90 hestöflum, þessi litla vél er nefnilega að þrælvirka. Bíllinn er glettilega snöggur að ná umferðarhraða úr kyrrstöðu með tvær persónur inni í bílnum, en mig grunar að hann sé frekar latur og svifaseinn fullhlaðinn úr 0–90 km hraða.
 
Skriðvörnin kemur frekar seint inn á malarvegum
 
Eins og svo oft áður hef ég nefnt að mér leiðist bílar sem eru með smá ljóstírur að framan en engin ljós að aftan. Sandero er svona útbúinn og ef maður vill tryggja að maður fái ekki 20.000 króna sekt í akstri verður maður alltaf að muna að kveikja og slökkva ökuljósin til að vera löglegur í akstri. Það er mikill misskilningur á lögum um ljósabúnað ef menn halda að það þurfi bara ljós að framan í umferð. Samkvæmt lögum og staðfestingu frá Samgöngustofu eiga að vera ljós á bílum í umferð allan hringinn í akstri. 
 
Á 90 km hraða á bundnu slitlagi er töluvert veghljóð inni í bílnum og þegar ekið er á malarvegi er töluvert smásteinahljóð upp undir bílnum aftan til. Þegar ekið er á lausri möl tekur skriðvörnin yfir stjórn bílsins ef hann fer að renna til, en það gerist frekar seint og er bíllinn kominn töluvert út, sérstaklega að aftan (skriðvörnin fer fyrr á ef bíllinn byrjar að renna til að framan).
 
„Er ekki frá því að útvarpið hafi verið besti hluturinn í bílnum“
 
Eftir rúmlega 100 km prufuakstur er mín skoðun að þessi bíll sé ágætis kostur sem „snattbíll“ til smærri verka fyrir þá sem ekki gera miklar kröfur til þæginda. Dacia Sandero er, þegar á heildina er litið, meðalbíll á verði smábíla með mikið farangursrými og fullbúið varadekk. 
 
Verðið er ekki nema 1.990.000 og uppgefin eyðsla er ekki nema 4,9 lítrar af bensíni á hundraðið. Hins vegar vantar flest þægindi í bílinn, en í því felst væntanlega þetta lága verð á bílnum. Að loknum prufuakstrinum var mér hugsað til þess hvað mér hefði fundist best við bílinn, en það mun hafa verið útvarpið sem er mjög gott og kom úr því þessi fíni hljómur (hef oft prófað mun dýrari bíl með verra útvarp). Fyrir áhugasama um að kynna sér Dacia Sandero nánar vil ég benda á sölumenn BL eða á vefsíðuna www.bl.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Hæð 1.519 mm
 
Breidd 1.733 mm
 
Lengd 4.069 mm
 

 

6 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...