Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigrún Ólafsdóttir.
Sigrún Ólafsdóttir.
Fréttir 20. ágúst 2015

Óásættanlegt að verð til sauðfjárbænda standi í stað eða lækki

Höfundur: Vilmundur Hansen
Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hall­kels­staðahlíð segir að á meðan aðrir hópar í þjóðfélaginu hafi margir hverjir fengið allríflegar launahækkanir sé í raun lækkun á launum bænda.
 
„Ég kýs að nefna ekki að þessu sinni þær miklu hækkanir sem orðið hafa á öllum aðföngum til búrekstrar. Enda er hér verið að fjalla um launakjör en ekki reksturinn í heild. Ég verð þó að játa að mér er ofar­lega í huga frétt sem ég las ekki fyrir löngu síðan en þar kemur fram að heimsmarkaðsverð á bensíni hafi lækkað um 57% en lækkunin hér á Íslandi hafi numið heilum 12%.“
 
Sigrún segir að bændur hafi á síðustu árum gegnið mjög langt í hagræðingu og má þess víða sjá merki. 
 
Hugnast tillagan vel
 
Sigrúnu hugnast vel tillaga stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda þar sem þeir óska eftir samvinnu við af­urðastöðvarnar um leiðréttingu á skiptingu afurðaverðs í áföngum. 
 
„Bændur vilja samvinnu og hafa fullan hug til að leggja sitt af mörkum. Eins og komið hefur fram er verð til bænda í Evrópu í flestum til­fellum hærra en á Íslandi. Það þýðir þó ekki að verð til neytenda sé endilega hærra því bændur þar fá einfaldlega stærri sneið af heildar kökunni.
 
Ég tel því afar mikilvægt að bændur og neytendur eigi milliliðalaust sam­tal og málefnalega umræðu um verðmyndun á afurðunum. Enda er slíkt nauðsynlegt til að upplýsa neytendur um það hver hlutur bænda í verðmyndunni er því virðing fyrir öll­um sem koma að framleiðslu, vinnslu og sölu á afurðunum er mikilvæg.“
 
Milliliðir mega ekki taka of mikið
 
Sigrún segir grundvallaratriði að milli­liðir taki ekki óhóflega stóran hlut af heildarkökunni. „Ef hinsvegar þeirra hlutur þarf að vera eins stór og hann er í dag er sennilega orðið tímabært að endurskoða verðlagninguna í heild.
 
Að mínu mati er samvinna, traust og virðing afar mikilvægi þættir í sam­skiptum bænda og neytenda. Bændur finna fyrir velvild í sinn garð frá neytendum sem vilja gjarnan hafa leiðina úr haga í maga sem stysta. 
 
Ég tel því afar mikilvægt að fá neytendur í lið með okkur bændum til þess að við getum áfram framleitt úrvals vöru á sanngjörnu verði enda er lambakjöt vel til þess fallið að vera þjóðarréttur Íslendinga.“ 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...