Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. mars 2019

Nýtt og glæsilegt 200 milljóna króna fjós á Spóastöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var tekið í notkun nýtt, glæsilegt og fullkomið fjós á bænum Spóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Fjósið er um 1550 fermetrar að stærð með 140 básum. Það tók aðeins sjö og hálfan mánuð að byggja fjósið. 

Það eru bræðurnir á Spóastöðum og foreldrar þeirra sem byggðu fjósið en það eru þeir Þórarinn og Ingvi Þorfinnssynir, eiginkona Þórarins er Hildur María Hilmarsdóttir og foreldrarnir eru þau Þorfinnur Þórarinsson og Ásta Jóhannesdóttir. 

Um er að ræða stálgrindarhús frá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þaðan komu innréttingarnar líka. Pálmatré sá um steypuvinnuna, Jötunn um fóðurkerfið og mjaltaþjónarnir tveir koma frá VB landbúnaði. „Við erum í skýjunum með nýja fjósið og mér sýnist kýrnar vera það líka, þær eru allavega mjög ánægðar og láta fara vel um sig í öllu þessu plássi sem þær  hafa. Við erum að læra á tæknina og allar græjurnar sem fylgja svona fjósi en það kemur vonandi fljótt,“ segir Þórarinn. Stefnt er að því að hafa opið hús í fjósinu fyrir sveitunga og aðra áhugasama með vorinu. 

Bræðurnir Ingvi og Þórarinn Þorfinnssynir eru í skýjunum með nýja fjósið, tæknina og allan aðbúnað fyrir gripina í því.

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...