Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt frumvarp um samstarf kjötafurðastöðva
Fréttir 13. september 2023

Nýtt frumvarp um samstarf kjötafurðastöðva

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórnvöld vilja heimila kjötafurðastöðvum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti til að styrkja stöðu þeirra.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Mynd / HKr.

Alþingi mun í vetur væntanlega taka fyrir tillögu til breytingar á búvörulögum nr. 99/1993 í því skyni að styrkja stöðu og samtakamátt frumframleiðenda búvöru og ýta undir samvinnu, endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun, kjötvinnslu og markaðssetningu. Frumvarpsdrög eru í samráðsgátt stjórnvalda til 11. september.

Samstarf um afmarkaða þætti

Samkvæmt greinargerð er gert ráð fyrir að heimila fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkist í nágrannalöndum. Einkum verði horft til reglna ESB og Noregs á þessu sviði og tryggt að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og starfsemi en tíðkist í nágrannalöndunum.

„Við höfum hvatt til þess að afurðageirinn fái möguleika til hagræðingar eins og gengur í öllum öðrum löndum sem við berum okkur saman við og ekki síður til að standast samkeppni við innfluttar vörur,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Hægt að hagræða

Aðspurður hvort slík lagabreyting komi raunverulega að gagni svarar hann: „Ég tel að hagræðing í greininni sé mikil þar sem við erum með mjög smáar einingar sem mikið fjármagn er bundið í en skila litlum sem engum arði.

Og okkar sýn hefur verið að með þessu sé hægt að hagræða – sem nýtist bændum og neytendum.“ Fróðlegt verði að sjá í hverju „samstarf um afmarkaða þætti“ felst þegar frumvarpið sjálft líti dagsins ljós

Frumvarp af þessum toga var einnig í pípunum í fyrrahaust en fallið frá því vegna efnislegra ágalla þegar gerðar voru alvarlegar athugasemdir við það í samráðsgátt. Samkeppniseftirlitið taldi undanþágu sem lögð var til í frumvarpsdrögunum mögulega fara gegn ákvæðum EES samningsins.

Auk þess gengi sú undanþága mun lengra en viðgengist í nágrannalöndum og hætta væri á að hagsmunir kjötafurðastöðva færu ekki saman við hagsmuni bænda. Frumvarpsdrögin fóru því í endurvinnslu.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...