Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Mynd / smh
Fréttir 23. mars 2021

Nýtt félagskerfi Bændasamtaka Íslands samþykkt á Búnaðarþingi

Höfundur: smh

Rétt í þessu, eftir hádegishlé á Búnaðarþingi 2021, var samþykkt að breyta félagskerfi landbúnaðarins með þeim hætti að Bændasamtök Íslands (BÍ) og búgreinafélögin sameinast undir merkjum BÍ. Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Búnaðarsamböndin verða aðildarfélög BÍ með skilgreind hlutverk og BÍ byggð upp af deildum búgreina. Þrjú aðildarfélög; VOR, Beint frá býli og Samtök ungra bænda, munu starfa þvert á búgreinar.

Markmiðið með breytingunum er á ná aukinni skilvirkni í félagskerfinu og eflingu hagsmunagæslu í landbúnaði.

Hver búgrein mun halda Búgreinaþing, en á Búnaðarþingi verða stærri mál tekin fyrir sem snerta heildarhagsmuni þar sem 63 fulltrúar sitja. Fulltrúar búgreina verða 54, félög þvert á búgreinar kjósa einn fulltrúa og búnaðarsambönd  eiga samtals sex fulltrúa – einn frá hverju svæði.

Í greinargerð með málinu er því beint til þeirra aðildarfélaga sem hyggjast sameinast Bændasamtökum Íslands að gera nauðsynlegar ráðstafanir og breytingar á sínum samþykktum svo sameiningin megi ganga í gegn um mitt ár 2021. Stefnt er að því að nýjar samþykktir BÍ, þingsköp Búnaðarþings og Búgreinaþings verði lagt fyrir til samþykktar á aukabúnaðarþingi 10. júní 2021.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...