Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Mynd / smh
Fréttir 23. mars 2021

Nýtt félagskerfi Bændasamtaka Íslands samþykkt á Búnaðarþingi

Höfundur: smh

Rétt í þessu, eftir hádegishlé á Búnaðarþingi 2021, var samþykkt að breyta félagskerfi landbúnaðarins með þeim hætti að Bændasamtök Íslands (BÍ) og búgreinafélögin sameinast undir merkjum BÍ. Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Búnaðarsamböndin verða aðildarfélög BÍ með skilgreind hlutverk og BÍ byggð upp af deildum búgreina. Þrjú aðildarfélög; VOR, Beint frá býli og Samtök ungra bænda, munu starfa þvert á búgreinar.

Markmiðið með breytingunum er á ná aukinni skilvirkni í félagskerfinu og eflingu hagsmunagæslu í landbúnaði.

Hver búgrein mun halda Búgreinaþing, en á Búnaðarþingi verða stærri mál tekin fyrir sem snerta heildarhagsmuni þar sem 63 fulltrúar sitja. Fulltrúar búgreina verða 54, félög þvert á búgreinar kjósa einn fulltrúa og búnaðarsambönd  eiga samtals sex fulltrúa – einn frá hverju svæði.

Í greinargerð með málinu er því beint til þeirra aðildarfélaga sem hyggjast sameinast Bændasamtökum Íslands að gera nauðsynlegar ráðstafanir og breytingar á sínum samþykktum svo sameiningin megi ganga í gegn um mitt ár 2021. Stefnt er að því að nýjar samþykktir BÍ, þingsköp Búnaðarþings og Búgreinaþings verði lagt fyrir til samþykktar á aukabúnaðarþingi 10. júní 2021.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...