Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Það var Hermann Ingi Gunnarsson sem mælti fyrir málinu, fyrir hönd félagsmálanefndar Búnaðarþings 2021.
Mynd / smh
Fréttir 23. mars 2021

Nýtt félagskerfi Bændasamtaka Íslands samþykkt á Búnaðarþingi

Höfundur: smh

Rétt í þessu, eftir hádegishlé á Búnaðarþingi 2021, var samþykkt að breyta félagskerfi landbúnaðarins með þeim hætti að Bændasamtök Íslands (BÍ) og búgreinafélögin sameinast undir merkjum BÍ. Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Búnaðarsamböndin verða aðildarfélög BÍ með skilgreind hlutverk og BÍ byggð upp af deildum búgreina. Þrjú aðildarfélög; VOR, Beint frá býli og Samtök ungra bænda, munu starfa þvert á búgreinar.

Markmiðið með breytingunum er á ná aukinni skilvirkni í félagskerfinu og eflingu hagsmunagæslu í landbúnaði.

Hver búgrein mun halda Búgreinaþing, en á Búnaðarþingi verða stærri mál tekin fyrir sem snerta heildarhagsmuni þar sem 63 fulltrúar sitja. Fulltrúar búgreina verða 54, félög þvert á búgreinar kjósa einn fulltrúa og búnaðarsambönd  eiga samtals sex fulltrúa – einn frá hverju svæði.

Í greinargerð með málinu er því beint til þeirra aðildarfélaga sem hyggjast sameinast Bændasamtökum Íslands að gera nauðsynlegar ráðstafanir og breytingar á sínum samþykktum svo sameiningin megi ganga í gegn um mitt ár 2021. Stefnt er að því að nýjar samþykktir BÍ, þingsköp Búnaðarþings og Búgreinaþings verði lagt fyrir til samþykktar á aukabúnaðarþingi 10. júní 2021.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...