Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýr vefur bbl.is
Skoðun 19. júní 2014

Nýr vefur bbl.is

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Eftir langa meðgöngu var nýr vefur Bændablaðsins opnaður í síðustu viku. Það er ánægjuefni fyrir okkur sem stöndum að blaðinu að bjóða lesendum upp á betri þjónustu á vefslóðinni bbl.is. Það er stefnan að setja sem mest af efni prentútgáfunnar inn á vefinn og auðvitað líka nýjar fréttir. Sem fyrr verður hægt að nálgast PDF af Bændablaðinu aftur í tímann en helsta breytingin felst í liprari framsetningu efnis á vefnum en áður var. Nú er bbl.is aðgengilegur í snjallsímum og  spjaldtölvum þannig að enginn ætti að vera út undan þegar afla þarf upplýsinga úr málgagni bænda og dreifbýlis.

Með nýja vefnum mun blaðið marka sér skýrari stefnu í auglýsingum á vefnum. Nú geta auglýsendur valið á milli nokkurra valkosta sem þeir ættu hiklaust að nýta sér. Auglýsingastjóri Bændablaðsins mun sjá um sölu og kynningu á auglýsingaborðum og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér verð og hagstæða skilmála. Þá mun birting á smáauglýsingum taka stakkaskiptum á nýja vefnum. Auðvelt er fyrir notendur að skrá auglýsingar í gegnum vefinn og greiða með greiðslukorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Smáauglýsingar Bændablaðsins eru afar vinsælar og hafa þær aukist til muna að vöxtum undanfarin misseri.

Ástæða er til að þakka þeim sem unnu að endurgerð vefsins, en fyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sá um forritun og uppsetningu. Hörður Kristbjörnsson hannaði útlit vefsins og starfsmenn útgáfu- og  kynningarsviðs Bændasamtakanna, þeir Sigurður Már Harðarson og Freyr Rögnvaldsson, báru hitann og þungann af vefvinnunni í samvinnu við aðra starfsmenn BÍ.

Allar ábendingar um nýja vefinn og þróun hans eru vel þegnar á netfang blaðsins, bbl@bondi.is. Munum svo að „læka“ og deila!

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...