Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýr vefur bbl.is
Lokaorðin 19. júní 2014

Nýr vefur bbl.is

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Eftir langa meðgöngu var nýr vefur Bændablaðsins opnaður í síðustu viku. Það er ánægjuefni fyrir okkur sem stöndum að blaðinu að bjóða lesendum upp á betri þjónustu á vefslóðinni bbl.is. Það er stefnan að setja sem mest af efni prentútgáfunnar inn á vefinn og auðvitað líka nýjar fréttir. Sem fyrr verður hægt að nálgast PDF af Bændablaðinu aftur í tímann en helsta breytingin felst í liprari framsetningu efnis á vefnum en áður var. Nú er bbl.is aðgengilegur í snjallsímum og  spjaldtölvum þannig að enginn ætti að vera út undan þegar afla þarf upplýsinga úr málgagni bænda og dreifbýlis.

Með nýja vefnum mun blaðið marka sér skýrari stefnu í auglýsingum á vefnum. Nú geta auglýsendur valið á milli nokkurra valkosta sem þeir ættu hiklaust að nýta sér. Auglýsingastjóri Bændablaðsins mun sjá um sölu og kynningu á auglýsingaborðum og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér verð og hagstæða skilmála. Þá mun birting á smáauglýsingum taka stakkaskiptum á nýja vefnum. Auðvelt er fyrir notendur að skrá auglýsingar í gegnum vefinn og greiða með greiðslukorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Smáauglýsingar Bændablaðsins eru afar vinsælar og hafa þær aukist til muna að vöxtum undanfarin misseri.

Ástæða er til að þakka þeim sem unnu að endurgerð vefsins, en fyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sá um forritun og uppsetningu. Hörður Kristbjörnsson hannaði útlit vefsins og starfsmenn útgáfu- og  kynningarsviðs Bændasamtakanna, þeir Sigurður Már Harðarson og Freyr Rögnvaldsson, báru hitann og þungann af vefvinnunni í samvinnu við aðra starfsmenn BÍ.

Allar ábendingar um nýja vefinn og þróun hans eru vel þegnar á netfang blaðsins, bbl@bondi.is. Munum svo að „læka“ og deila!

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...