Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýr fjórhjóladrifinn Mini
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 22. nóvember 2017

Nýr fjórhjóladrifinn Mini

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Mini er ekkert nýtt nafn í bílaflota Íslands, en upp úr 1960 var Garðar Gíslason, stórkaupmaður á Hverfisgötu 4–6, með umboð fyrir bresku Austin-verksmiðjurnar. 
 
Austin Mini var vinsæll og ódýr bíll hér á Íslandi fram undir 1970. Fyrstu Mini-bílarnir voru með kraftlitla 850cc vél og á 10 tommu felgum sem hentuðu ekki vel fyrir íslenska vegi. Fyrir vikið var það „Bjallan“ frá Volkswagen sem hafði vinninginn í smábílasölunni.
 
Frá síðustu aldamótum hefur Mini verið í eigu BMW og náð töluverðum vinsældum. Árið 2012 byrjaði vel fyrir Mini, en þá varð Mini X-Raid í fyrsta og öðru sæti í hinu fræga Dakarralli. Árið eftir var Mini í fjórum fyrstu sætunum í sömu keppni, en allt frá því hefur mig langað til að prófa fjórhjóladrifinn Mini.
 
Fjórhjóladrifið er samspil tveggja véla
 
Að keyra bílinn er nánast hljóðlaust, í rólegum akstri byrjar bíllinn á að nota rafmagnsmótorinn sem hefur um 40 km drægni fullhlaðinn, en ef farið er upp fyrir 80 km hraða kemur bensínmótorinn inn. Sé allt gefið í botn úr kyrrstöðu fer bensínmótorinn strax í gang til að auka kraft og snerpu. Ólíkt öllum öðrum fjórhjóladrifnum bílum stjórnast fjórhjóladrifið af annars vegar 1,5 lítra þriggja strokka turbo-bensínvél sem skilar 136 hestöflum sem er framhjóladrifið. Afturhjólunum stjórnar svo 88 hestafla rafmótor sem er aftast í bílnum ásamt rafhlöðunni. Samanlagt eru þessar vélar tvær 224 hestöfl sem getur sett bílinn úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 6,8 sek. 
 
Ótrúlega stöðugur í hálku og á möl
 
Bíllinn sem ég fékk um síðustu helgi hjá BL og prófaði við frekar erfiðar aðstæður kom mér verulega á óvart. Eftir að hafa reynt bílinn innanbæjar fór ég út fyrir bæinn til að finna vel hálan veg og meiri snjó. Á leiðinni út úr bænum mældist þessi bíll með aðeins 57–59 desíbela hávaða inni í bílnum á 90 km hraða, sem er með lægstu mælingum sem ég hef tekið í bíl á þessum hraða. Á malarveginum var mælingin 64–66 db.
 
Það var sama hvar ég reyndi bílinn, alltaf var hann betri en það sem ég fyrirfram hafði gert mér í hugarlund. Á flughálum hlykkjóttum veginum við Ármannsfell haggaðist bíllinn ekki og sama hvað ég reyndi þá rann hann aldrei til og tók aldrei spól. 
 
Á lausum malarvegi fór skriðvörnin strax í gang og hélt bílnum réttum í gegnum beygjuna sem ég reyndi bílinn á og þegar snúið var við og skriðvörnin tekin af var það sama sagan, smá hliðarskrið, en ótrúlega stöðugur.
 
Góðu punktarnir mun fleiri en þeir slæmu
 
Eftir 100 km akstur þá var meðaleyðsla á mín. 10,2 lítrar. Þarna var um grófan akstur og mikla spyrnugleði að ræða, en þetta var bara svo gaman með stillinguna á sporttakkanum. Þegar ég skilaði bílnum 50 km síðar, var ég kominn niður í 9,1 lítra eyðslu. Það er örugglega hægt að ná bílnum mun neðar sé einhver skynsemi í akstrinum. 
 
Það er svo margt í þessum bíl sem er gott og vandað, en fyrst vil ég nefna að öll ljós eru LED og lýsa afar vel. Bara að muna að kveikja ljósin einu sinni og hafa ljósarofann alltaf á ON því að þegar drepið er á bílnum slokkna ljósin sjálfkrafa þó að takkinn sé á ON.
 
Hljómtækin eru hreint frábær og ekki man ég eftir neinum bíl sem hefur verið með sætishitara sem er eins fljótur að hitna eins og í þessum bíl.
 
Aðeins tvennt fann ég að þessum bíl, ekkert varadekk, aðeins rafmagnspumpa og límvökvi til að gera við. Bensíntankurinn er ekki nema 36 lítrar, en mætti vera 10 lítrum stærri. Svo er bíllinn aðeins að sóða sjálfan sig of mikið upp á hliðar.
 
Verð og helstu mál
 
Bíllinn sem prófaður var heitir MINI COOPER SE COUNTRYMAN ALL4 og kostar 5.590.000, en ódýrasti Mini er á verði frá 3.890.000. Það er margt ósagt um þennan bíl og fyrir áhugasama sem vilja fræðast meira um bílinn er best að leita á vefsíðunni www.bl.is.
 
Þyngd 1.735 kg
Hæð 1.559 mm
Breidd 1.822 mm
Lengd 4.299 mm
 

 

7 myndir:

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...