Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Toyota Hilux LX.
Toyota Hilux LX.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 24. júní 2016

Ný Toyota Hilux lofar góðu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 11. júní var frumsýning á Toyota Hilux og að lokinni frumsýningu fékk ég að prófa Extra Cab LX. Þessi Hilux er með nýja dísilvél sem á að skila 150 hestöflum, en bíllinn sem ég prófaði var beinskiptur með 6 gíra kassa. 
 
Í ágúst á síðasta ári prófaði ég eldri árgerðina sem var breyttur bíll á 33 tommu dekkjum með 3000 vél sem skilaði 171 hestafli, munurinn er töluvert mikill. 
 
Skemmtileg vél með mikið tog sem skilar góðri dráttargetu
 
Töluverðar breytingar eru frá fyrri árgerð, en Hilux er nú hærri, breiðari og lengri, en pallurinn er svipaður (sem að mínu mati hefði mátt lengja um 10–15 cm). Samkvæmt sölubæklingi eru í boði 7 mismunandi útfærslur af Hilux og er verðið frá 5.870.000 upp í 7.890.000.
 
Allir bílarnir eru með sömu vél sem er 150 hestöfl sem skilar meira togi. Fyrir vikið má bíllinn draga kerru sem er 3200 kg með hemlabúnaði (eldri bíllinn má draga 2500 kg). 
 
Snerpan úr kyrrstöðu í 100 km hraða er á bilinu 12–13 sekúndur og er svipað og á eldri árgerðinni. 
Eyðslan hjá mér var svipuð og í fyrri árgerðarbílnum með 3000 vélinni sem var 8,9 lítrar á hundraðið á 45 km meðalhraða. Núna var eyðslan hjá mér 10,2 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri og á 33 km meðalhraða á klukkustund (mun hægari akstur og meiri torfærur). 
 
Í langkeyrslu mældist eyðslan hjá mér hins vegar 7,9 lítrar á meðalhraða upp á 85 km, en uppgefin meðaleyðsla á bílnum er 7 til 7,8 lítrar í blönduðum akstri. 
 
Ný fjöðrun sem gerir bílinn mun mýkri í akstri
 
Mestan mun frá fyrri bílum fann ég á hávaða inni í bílnum, en stýrishúsið er mjög vel einangrað og heyrist lítið í vél og umhverfishljóðum inn í bílinn. Til marks um það þá mældist ekki nema 55 desíbela hávaði inni í bílnum á 90 km hraða. Fjöðrunin er eins og í fyrri árgerðum, gormar að framan og fjaðrablöð að aftan. Þrátt fyrir fjaðrir að aftan fann ég mikinn mun hversu mýkri bíllinn er miðað við eldri bílinn. Samt má setja tonn á pallinn. Þar sem ég prófaði bílinn á mjög vondum malarvegi var laust og þurrt yfirborð og fannst mér bíllinn skila góðu gripi í jörðina og vera þýður í akstri þrátt fyrir að vera ekið á einum versta malarvegi sem ég veit um í nágrenni Reykjavíkur. Nokkrum sinnum hefur maður heyrt menn kalla Toyota Hilux því niðrandi orði „Hastlux“, en ég er ansi hræddur um að þessi nýi Hilux sé að tapa þeirri nafnbót.
 
Búnaður og innrétting
 
Bíllinn sem ég prófaði var LX útgáfan sem er beinskiptur á 17" stálfelgum og er ásett verð á þeim bíl á bilinu 5.870.000 til 6.370.000.
 
Stærð hjólbarðanna sem þessi bíll kemur á er 265/65/17 og miðað við pláss og rými myndi ég halda að auðveldlega sé hægt að stækka hjólbarðana um þrjú númer án nokkurra breytinga. Ökumanns- og farþegasæti eru þægileg, en aftursætisbekkurinn er ekkert sérstakur að sitja í fyrir stóra og þunga.
Ýmis tæknibúnaður er í bílnum s.s. HAC kerfi sem tryggir að hægt er að fara mjúklega af stað í brekkum og torfærum, TSC kerfi (trailer sawy control) tryggir hámarks stöðugleika þegar eitthvað er dregið (kerru eða vagn) og DAC kerfi hjálpar og stjórnar hraða niður brattar brekkur.
 
Það var aðallega eitt sem mér gramdist við þennan bíl, en eins og svo margir nýir bílar þarf að kveikja ljósin til að fá ljós aftan á bílinn svo að maður sé löglegur í umferðinni þar sem íslensk umferðarlög eru þau að það þurfi að vera ljós allan hringinn í akstri.
 
Lokaorð: Toyota Hilux hefur alltaf verið vinsæll og allar þessar nýju breytingar eru bara til þess að gera bílinn enn vinsælli, „lengi getur gott batnað“.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.975 kg
Hæð 1.810 mm
Breidd 1.855 mm
Lengd 5.330 mm
 

 

9 myndir:

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...