Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Núpur III
Bærinn okkar 12. janúar 2018

Núpur III

Á Núpi III undir Vestur-Eyja­fjöllum búa Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir. 
 
Býli: Núpur 3.  
 
Staðsett í sveit: Vestur-Eyjafjöllum.
 
Ábúendur: Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmars­dóttir ásamt erfða­prinsinum Sverri Guðmundssyni og Ástu Þorsteinsdóttur frá Fróðastöðum í Borgarfirði.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ættarhöfðinginn Guðmundur og kona hans, Berglind, eiga saman þrjá krakka; Hilmar Hauk, 35 ára, Unu Björgu, 30 ára og ættarlaukinn Sverri, 28 ára. 
Einnig eru á bænum hundurinn Skotta, hvolparnir Tása og Aamundsen og tveir fjósakettir sem hafa aldrei komið inn í fjós.
 
Stærð jarðar?  Um 220 hektarar af undirlendi og tæpir 3000 ha af heiðarlöndum.
 
Gerð bús? Kúabú með sauðfjár­áhugamál.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr plús uppeldi. Um 200 nautgripir í heildina, 80 ær, hrútarnir Bergur og Halldór og fimm hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Vaknað um hálf sjö og mjólkað, fjósið skúrað, gefið eftir þörfum og sinnt því sem þarf að sinna þess á milli, jafn misjafnt og dagarnir eru margir. 
Endað á kvöldmjöltum og almennu eftirliti í hús og haga.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt nema þegar eitthvað er bilað. En sumum finnst mjög leiðinlegt að valsa bygg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búið að stækka gamla fjósið um helming fyrir uppeldi, byggja vélageymslu, íbúðarhús, hesthús, kjötvinnslu og endurnýja gamla Zetorinn. Gefum þessu sex ár.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur sjálfir mættu vera duglegri við að hafa áhrif á sín hagsmunasamtök.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef fólk spáir í það hvaðan maturinn kemur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ætli það verði ekki að vera lambakjötið og einhverjar mjólkurafurðir.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, smjör, ostur, laukur, gulrætur og mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt sem fæst úr moldinni í heimabyggð, kjöt og grænmeti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fluttum kýrnar yfir í nýja fjósið í apríl 2015 og vorið 2010 þegar eldfjallið í bakgarðinum gaus.
 
Eyjafjallajökull byrjaður að gjósa í bakgarðinum vorið 2010.

7 myndir:

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...